Norskir hvalakvótar ekki bundnir við skip

Norskir hrefnuveiðimenn mega veiða 885 dýr á þessu ári.
Norskir hrefnuveiðimenn mega veiða 885 dýr á þessu ári.

Norska sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið hef­ur ákveðið að hrefnu­veiðikvót­ar árs­ins verði ekki leng­ur bundn­ir við skip, eins og verið hef­ur til þessa, held­ur geti skip veitt eins mikið af hvöl­um og þau kom­ast yfir á vertíðinni, sem stend­ur frá 1. apríl til 31. ág­úst. 

Fram kem­ur í norska blaðinu Fiskar­en, að veiðikvót­inn er alls 885 dýr á þessu ári. Þar af má veiða 750 dýr í efna­hagslög­sögu Nor­egs og á fisk­vernd­ar­svæðinu við Sval­b­arða og 135 dýr í fisk­veiðilög­sög­unni við Jan Mayen.

Norsk­ir hrefnu­veiðimenn hafa lagt áherslu á að hrefnu­veiðikvót­ar verði ekki bundn­ir við skip. Gert er ráð fyr­ir að áfram verði hægt að setja eft­ir­lits­menn um borð í veiðiskip­in til að fylgj­ast með veiðunum.

Í fyrsta tóku 27 skip þátt í hrefnu­veiðunum við Nor­eg. Þá veidd­ust 535 dýr af alls 1052 dýra kvóta.

mbl.is