Hóta viðskiptabanni vegna hvalveiða

Ekki hefur verið gefinn út hvalveiðikvóti fyrir sumarið.
Ekki hefur verið gefinn út hvalveiðikvóti fyrir sumarið. mbl.is/ÞÖK

Þýsk nátt­úru­vernd­ar­sam­tök hóta því að beita sér fyr­ir að ís­lensk­ar sjáv­ar­af­urðir verði sniðgengn­ar í Bretlandi og víðar í Evr­ópu ef ís­lensk stjórn­völd gefa út veiðikvóta fyr­ir langreyði og hrefnu í sum­ar.

Sam­tök­in, sem nefna sig Walschutzakti­on­en, segj­ast ætla að taka upp sam­tök við nátt­úru­vernd­ar­sam­tök á Bret­lands­eyj­um og beita sér fyr­ir því að fyr­ir­tæki, sem vinna eða selja ís­lensk­an fisk hætti því. 

„Á það hef­ur verið bent að 300 störf kynnu að skap­ast vegna langreyða- og hrefnu­veiða. Það væri hins veg­ar ráðlegt að hafa í huga, að mun fleiri störf myndu tap­ast ef Evr­ópa sniðgengi ís­lensk­ar afurðir. Hvernig mynd­ir þú út­skýra það fyr­ir kreppuþjáðum borg­ur­um," seg­ir í opnu bréfi sam­tak­anna til Ein­ars K. Guðfinns­son­ar. 

Í bréf­inu kem­ur fram að 12.700 manns séu í sam­tök­un­um, sem stofnuð voru af  Nor­bert Kochh­an.  Þá eigi sam­tök­in sam­vinnu við Andreas Mor­lok og njóti stuðnings um 200 dýra­vernd­ar­sam­taka. 

Heimasíða sam­tak­anna

mbl.is

Bloggað um frétt­ina