Segir að taka verði ákvarðanir í hvalamálum

Joji Morishita.
Joji Morishita. AP

Helsti samn­ingamaður Jap­ana í hval­veiðimál­um seg­ir að taka verði ákvörðun af ein­hverju tagi á árs­fundi Alþjóðahval­veiðiráðsins, sem hald­inn verður á portú­gölsku eyj­unni Madeira í júní.  

„Þetta þarf að verða ár ákv­arðan­anna," seg­ir Joji Moris­hita, sem hef­ur setið lengi í sendi­nefnd Jap­ana hjá Alþjóðahval­veiðiráðinu.  „Við þurf­um að ná um­tals­verðum ár­angri eða kom­ast að ein­hverri niður­stöðu á fund­in­um á Madeira.  Og við þurf­um að vera raun­sæ og gera okk­ur grein fyr­ir því að það er enn mik­il hætta á að það slitni upp úr samn­ingaum­leit­un­um. Þetta er nán­ast loka­tilraun af hálfu beggja hliða," þeirra sem eru með hval­veiðum og þeirra sem eru á móti þeim. „Ef okk­ur mistekst þurfa menn tíma til að róa sig niður." 

Japön­um mistókst árið 2007 að fá hval­veiðiráðið til að falla frá banni við hval­veiðum í at­vinnu­skyni, sem gilt hef­ur frá ár­inu 1986. Jap­an­ar hótuðu þá að ganga úr ráðinu en William Hog­ar­th, formaður ráðsins, fékk þá ofan af því og hef­ur síðaan reynt að beita sér fyr­ir mála­miðlun um hval­veiðar. 

Moris­hita seg­ir að Hog­ar­th muni láta af for­mennsku á fund­in­um á Madeira. „Ef hval­veiðiráðinu mistekst (að ná niður­stöðu) vilj­um við sjá ein­hvers­kon­ar alþjóðlegt skipu­lag þar sem bæði verður fjallað um veiðar og viðgang hvala­stofna."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina