Ingibjörg Sólrún ræðir við formenn

Ingibjörg Sólrún og Ágúst Ólafur Ágústsson ræddu við blaðamenn í …
Ingibjörg Sólrún og Ágúst Ólafur Ágústsson ræddu við blaðamenn í Leifsstöð í gær. mbl.is/Kristinn

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hef­ur í dag rætt við for­menn Sam­fylk­ing­ar­fé­laga um land allt um stjórn­ar­sam­starfið við Sjálf­stæðis­flokk­inn. Mörg fé­lög hafa samþykkt álykt­an­ir þar sem for­svars­menn flokks­ins eru hvatt­ir til að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu.

Þetta kom fram í frétt­um Rík­is­út­varps­ins. Ingi­björg Sól­rún átti fund með for­mönn­um aðild­ar­fé­laga og þing­mönn­um og fékk fullt umboð til að ákveða fram­haldið.

Til stend­ur að þau Ingi­björg og Geir H. Haar­de, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, ræði síðar í dag um fram­hald stjórn­ar­sam­starfs­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina