Jónas hættir 1. mars

Jónas Fr. Jónsson.
Jónas Fr. Jónsson.

Á fundi stjórn­ar Fjár­mála­eft­ir­lits­ins í dag var gengið frá sam­komu­lagi um starfs­lok for­stjóra eft­ir­lits­ins, Jónas­ar Fr. Jóns­son­ar, frá 1. mars nk.

Þá kom fram á fund­in­um að formaður stjórn­ar­inn­ar, Jón Sig­urðsson, vara­formaður, Sig­ríður Thorlacius, og vara­menn þeirra, Kjart­an Gunn­ars­son og Þuríður I. Jóns­dótt­ir, öll skipuð í stjórn­ina af viðskiptaráðherra án til­nefn­ing­ar, og Stefán Svavars­son og varamaður hans Sig­ríður Loga­dótt­ir, til­nefnd af Seðlabanka Íslands, myndu í dag óska eft­ir því að láta af starfi í stjórn­inni þegar í stað.

Björg­vin G. Sig­urðsson óskaði eft­ir af­sögn stjórn­ar­inn­ar í morg­un áður en hann baðst lausn­ar úr embætti viðskiptaráðherra.


 

mbl.is