Samkomulag um hvalveiðar?

Japanskt hvalveiðiskip við bryggju.
Japanskt hvalveiðiskip við bryggju. Reuters

Banda­rík­in reyna nú að ná sam­komu­lagi inn­an Alþjóðahval­veiðiráðsins sem gæti leitt til þess að tak­markaðar hval­veiðar í at­vinnu­skyni yrðu leyfðar á ný. Banda­ríska blaðið Washingt­on Post seg­ir, að fund­ir séu haldn­ir fyr­ir lukt­um dyr­um á Hawaii í þessu skyni.

Blaðið vís­ar í gögn, sem það hafi und­ir hönd­um, og seg­ir að William Hog­ar­th, formaður Alþjóðahval­veiðiráðsins, reyni nú um helg­ina að koma á sam­komu­lagi um að leyfðar verði tak­markaðar strand­veiðar á hrefnu við Jap­an en á móti skuld­bindi Jap­an­ar sig til að draga úr vís­inda­veiðum á hval í Suður­höf­um, sem þeir hafa stundað síðustu ár og ára­tugi. 

Washingt­on Post seg­ir hins veg­ar að þessi áform mæti mik­illi and­stöðu í röðu hval­veiðiand­stæðinga.  Haft er eft­ir Hog­ar­th, að hann viti vel að það yrði afar um­deilt ef strand­veiðar af þessu tagi yrðu leyfðar en mik­il­vægt sé að ná sam­komu­lagi við Jap­ana svo starfið í Alþjóðahval­veiðiráðinu geti haldið áfram. 

Blaðið vitn­ar í tölvu­póst frá  Joji Moris­hita, aðal­samn­inga­manni Jap­ana, um að niðurstaða viðræðnanna geti ráðið úr­slit­um um hvort hval­veiðiráðið verði starf­hæft.

„Þetta er tími ákv­arðan­anna," sagði hann. „Það þarf að taka mjög mik­il­væg­ar og mjög al­var­leg­ar ákv­arðanir. Alþjóðahval­veiðiráðið stend­ur á tíma­mót­um og gæti vel hrunið sam­an." 

Skip­an Hog­ar­ths sem for­manns Alþjóðahval­veiðiráðsins renn­ur út á árs­fundi ráðsins, sem hald­inn verður á Madeira í Portúgal í júní. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina