Upphaf á kosningabaráttunni

Blaðamenn ræða við Ingibjörgu Sólrúni Gísladóttur í kvöld.
Blaðamenn ræða við Ingibjörgu Sólrúni Gísladóttur í kvöld. mbl.is/Golli

Björn Bjarna­son, dóms­málaráðherra, seg­ist hall­ast að því, að at­b­urðir dags­ins á sviði stjórn­mál­anna hafi verið upp­hafið að kosn­inga­bar­átt­unni og nú sé það í hönd­um flokk­anna að huga að eig­in stefnu til framtíðar en ekki semja um, hvað stjórn­in eigi að gera í öðru en brýn­um af­greiðslu­mál­um fram að kosn­ing­um.

„Þau skort­ir ekki og þau verða ekki leyst með úr­slita­kost­um, sem sett­ir eru til að skapa sér póli­tíska stöðu," seg­ir Björn á heimasíðu sinni.

„Björg­vin G. Sig­urðsson tel­ur sér henta að sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri utan rík­is­stjórn­ar. Hvað um Sam­fylk­ing­una í heild? Spurn­ing­in er þessi en ekki, hvaða skil­yrði Sam­fylk­ing­in set­ur Sjálf­stæðis­flokkn­um. Talið um skil­yrðin þjón­ar þeim eina til­gangi að breiða yfir ágrein­ing inn­an Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og það veit fram­kvæmda­stjóri henn­ar og einnig hitt, að fjöl­miðlamenn blekkj­ast oft af villu­ljós­um."

mbl.is