Útilokum ekki breytingar

Geir H. Haarde ræðir við fréttamenn við heimili sitt undir …
Geir H. Haarde ræðir við fréttamenn við heimili sitt undir kvöld. mbl.is/Golli

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, sagði eft­ir fund með Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dótt­ur, ut­an­rík­is­ráðherra, að sjálf­stæðis­menn hefðu ekki úti­lokað nein­ar breyt­ing­ar, hvorki í eig­in röðum né í sam­starfi stjórn­ar flokk­anna.

„En við ráðum okk­ar mál­um sjálf­ir, sjálf­stæðis­menn og það sama gegn­ir um Sam­fylk­ing­una," sagði Geir.

Þegar Geir var spurður hvort kæmi til greina af hans hálfu að skipta um stjórn­end­ur Seðlabank­ans sagði að í sjálfu sér kæmi allt til greina. Hann benti á, að und­an­farið hefði farið fram skoðun á því hvernig skipu­leggja eigi fjár­mála­eft­ir­lit­s­kerfið og  finnsk­ur sér­fræðing­ur væri að vinna að mál­um Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Þá hefðu ís­lensk stjórn­völd beðið  Alþjðóðgjald­eyr­is­sjóðinn að leggja sér til  efni og aðstoð við að skipu­leggja þetta sem sem best í framtíðinni  með titl­liti til þess sem hefði gerst. 

Geir sagði, að í ljósi þessa fynd­ist sér að ekki ætti að rasa um ráð fram í þessu efni en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hefði þó ekki hafnað neinu varðandi breyt­ing­ar.

Geir sagðist aðspurður ekki vita, hvort nota ætti orðið krafa um þau sjón­ar­mið, sem Sam­fylk­ing­in hefði komið fram með um breyt­ing­ar í stjórn­kerf­inu en vissu­lega hefði það borið á góma af hálfu Sam­fylk­ing­ar­fólks að gera breyt­ing­ar á Seðlabank­an­um.  

Um það hvort nú­ver­andi stjórn­ar­sam­starfi verði haldið áfram sagði Geir, að það gæti brugðið til beggja vona. Hins veg­ar væri ábyrgðar­hluti að skilja landið eft­ir stjórn­laust og all­ir flokk­ar, ekki síst þeir sem nú stýra land­inu bæru ábyrgð á að tryggja að starf­hæf rík­is­stjórn væri í land­inu sem leiði mál til lykta sem varða hag­muni heim­ila og fyr­ir­tækja. Þá væri mik­il­vægt að efna­hags­áætl­un Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins haldi svo hægt verði að sjá fram á ár­ang­ur af starfi síðustu vikna og mánaða.

Geir sagði, að sjálf­stæðis­menn hefðu ekki verið í viðræðum við aðra flokka um stjórn­ar­sam­starf. Þá lagði hann áherslu á, að hann hefði sem for­sæt­is­ráðherra ekki af­salað sér þingrofs­valdi. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina