Baksvið: Þingvallastjórnina þraut örendið

Geir og Ingibjörg Sólrún á Þingvöllum þar sem stefnuyfirlýsingin var …
Geir og Ingibjörg Sólrún á Þingvöllum þar sem stefnuyfirlýsingin var undirrituð. Sverrir Vilhelmsson

Rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks og Sam­fylk­ing­ar var stund­um nefnd Þing­valla­stjórn­in þar sem þar var stefnu­yf­ir­lýs­ing henn­ar und­ir­rituð. Óhætt er að segja að fáar - ef nokk­ur - rík­is­stjórn í lýðveld­is­sög­unni hafi  byrjað með eins gott bú, að minnsta kosti á yf­ir­borðinu: Blómstrandi at­vinnui­líf með öfl­ugt fjár­mála­líf í fara­broddi, út­rás ís­lenskra fyr­ir­tækja í al­gleym­ingi og stærri meiri­hluta þing­heims en ger­ist og geng­ur. En á sama hátt má segja að eft­ir til­tölu­lega far­sælt fyrsta ár í starfi hafi hún á öðru ári lent í meiri hremm­ing­um og ólgu­sjó en ger­ist og geng­ur með víðtæk­ari mót­mæl­um al­menn­ings en nokkru sinni og í dag kom í ljós að mót­lætið bar hana of­urliði.

Hér á eft­ir verður stiklað á stóru í sögu þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar eins og hún birt­ist í frétt­um og mynd­skeiðum hér á mbl.is. 

13. maí 2007Rík­is­stjórn­in reynd­ist með of lít­inn meiri­hluta

Rík­is­stjórn­in hélt velli í Alþing­is­kosn­ing­un­um í gær. Þegar loka­töl­ur bár­ust úr Norðvest­ur­kjör­dæmi laust fyr­ir klukk­an 9 í morg­un lá fyr­ir, að Sjálf­stæðis­flokk­ur hafði fengið 36,6% og 25 þing­menn, bætt við sig þrem­ur mönn­um frá síðustu kosn­ing­um og Fram­sókn­ar­flokk­ur 11,7% og 7 þing­menn, tapaði fimm. Við lest­ur loka­talna færðist eitt þing­sæti frá Fram­sókn­ar­flokki til Sjálf­stæðis­flokks.

Sam­fylk­ing fékk 26,8% og 18 þing­menn, tapaði tveim­ur mönn­um frá síðustu þing­kosn­ing­um. Vinstri­hreyf­ing­in-grænt fram­boð fékk 14,3% og 9 þing­menn, bætti við sig fjór­um mönn­um, Frjáls­lyndi flokk­ur­inn fékk 7,2% og 4 þing­menn, jafn­mikið og árið 2003. Íslands­hreyf­ing­in fékk 3,3% at­kvæða en eng­an þing­mann kjör­inn.

23. maí 2007 - Geir kynnti nýja rík­is­stjórn fyr­ir for­set­an­um

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, gekk á fund Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, for­seta Íslands í morg­un og gerði hon­um grein fyr­ir mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar. Ólaf­ur Ragn­ar sagði eft­ir fund­inn með Geir, að stjórn­ar­mynd­un­um hefði verið í sam­ræmi við það verklag sem lagt var upp með, að viðræður Sjálf­stæðis­flokks og Sam­fylk­ing­ar myndu ekki taka nema viku til 10 daga.

Þeir Ólaf­ur Ragn­ar og Geir rædd­ust við í um hálfa klukku­stund. Ólaf­ur Ragn­ar sagði á eft­ir, að Geir hefði kynnt hon­um nýja ráðherra og farið yfir stefnu­yf­ir­lýs­ingu nýrr­ar stjórn­ar.

Rík­is­ráðsfund­ur verður á Bessa­stöðum fyr­ir há­degi á morg­un þar sem gamla rík­is­stjórn­in kveður og síðan mun nýtt ráðuneyti Geirs taka við.

Alþingi kallað sam­an í næstu viku

Áformað er að kalla Alþingi sam­an í næstu viku, að sögn Geirs H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra. Rík­is­stjórn­in áform­ar að leggja þar fram þrjú mál sem fjalla um mál­efni aldraðra, aðgerðaáætl­un vegna barna og breyt­ing­ar á lög­um um stjórn­ar­ráð Íslands.

Fram kom hjá Geir, að gera þurfi laga­breyt­ing­ar vegna breyttr­ar skip­un­ar ráðuneyta. Breyta þarf lög­um um heil­brigðis- og trygg­ingaráðuneyti og lög­um um sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneyt­in. Þá þarf að gera mögu­legt að flytja starfs­fólk milli ráðuneyta án sér­stakra ráðstaf­ana. Geir sagði að sumu væri þó hægt að breyta með reglu­gerðum.

Um aðskilnað heil­brigðis- og trygg­inga­mála sagði Geir, að hug­mynd­in væri að mál­efni aldraðra og al­manna­trygg­ingaþátt­ur líf­eyri­s­kerf­is­ins flytj­ist yfir í fé­lags­málaráðuneytið en sjúkra­trygg­ing­arn­ar, sem nú eru und­ir Trygg­inga­stofn­un, verði áfram hluti af heil­brigðisráðuneyt­inu. Þar und­ir væri hægt að búa til skipu­lag, sem myndi ann­ast útboð eða kaup á þjón­ustu af þeim aðilum, sem hana gætu veitt. Þetta ætti þó eft­ir að út­færa nán­ar og einnig það að skipta Trygg­inga­stofn­un milli ráðuneyta.

Stefnu­yf­ir­lýs­ing­in und­ir­rituð á Þing­völl­um

Geir H. Haar­de, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, und­ir­rituðu í dag stefnu­yf­ir­lýs­ingu nýrr­ar rík­is­stjórn­ar á Þing­völl­um í dag. http://​mbl.is/​mm/​frett­ir/​kosn­ing­ar/​2007/​05/​23/​stefnu­yf­ir­lys­ing_nyrr­ar_rikis­stjorn­ar_und­ir­ritud_a_/

14. júní 2007 - Fagn­ar fram­boði Íslands til Örygg­is­ráðsins 

Aðstoðar­ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, Nicholas Burns sagði eft­ir fund með Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra og Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dótt­ur ut­an­rík­is­ráðherra í morg­un að hann sæi ekki nein vanda­mál framund­an í sam­starfi Íslands og Banda­ríkj­anna.

Varðandi fram­boð Íslands til ör­ygg­is­ráðs Sam­einuðu Þjóðanna sagði Burns að Banda­rík­in gæfu aldrei upp hvaða lönd þau kjósa í ör­ygg­is­ráðið en tók jafn­framt fram að Banda­rík­in fagni því að Ísland skuli bjóða sig fram og að það sé já­kvæð þróun að lýðræðis­ríki á borð við Ísland skuli vilja sitja í ör­ygg­is­ráðinu, því það geti ekki leitt til ann­ars en að auka styrk Sam­einuðu Þjóðanna. http://​mbl.is/​mm/​frett­ir/​inn­lent/​2007/​06/​14/​nicholas_burns_fagn­ar_fram­bod­i_is­lands/

6. júlí 2007 - Þorskkvót­inn 130 þúsund tonn

Í sam­ræmi við til­lög­ur Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar verður þorskafli næsta fisk­veiðiárs skor­inn niður um 63 þúsund tonn eða úr 193 þúsund tonn­um í 130 þúsund tonn. Þetta var kynnt á blaðamanna­fundi í Ráðherra­bú­staðnum í dag. Einnig hef­ur verið ákveðið að á fisk­veiðiár­inu 2008-2009 miðist leyfi­leg­ur þorskafli við 20% afla úr viðmiðun­ar­stofni þó þannig að tekið verði til­lit til sveiflu­jöfn­un­ar sam­kvæmt afla­reglu fyr­ir yf­ir­stand­andi fisk­veiðiár. Leyfi­leg­ur heild­arafli í þorski verði þó ekki und­ir 130 þús. tonn­um á því fisk­veiðiári, að sögn sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, Ein­ars Krist­ins Guðfinns­son­ar.

Bæði skamm­tíma og lang­tímaaðgerðir vegna skerðing­ar kvóta

For­sæt­is­ráðherra og ut­an­rík­is­ráðherra kynntu á blaðamanna­fundi í dag aðgerðir vegna skerðing­ar á afla­marki í þeim byggðalög­um sem verst fara út úr skerðing­unni. Er bæði um skamm­tíma- og lang­tímaaðgerðir að ræða.

Rík­is­stjórn­in tel­ur mik­il­vægt að gripið verði til sér­stakra aðgerða til að styrkja at­vinnu­líf á þeim svæðum sem verst verða fyr­ir barðinu á afla­sam­drætti þar sem horf­ur eru hvað dekkst­ar. Aðgerðirn­ar eru í meg­in­drátt­um þríþætt­ar og munu koma skipu­lega til fram­kvæmda á næst­unni.

„Mikl­ar breyt­ing­ar hafa orðið í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi á und­an­förn­um árum. Auk­in hagræðing og samþjöpp­un í grein­inni hef­ur leitt til auk­inn­ar fram­leiðni og fækk­un­ar fyr­ir­tækja og starfs­fólks. Sam­hliða þessu hef­ur annað at­vinnu­líf í land­inu tekið stór­felld­um breyt­ing­um og hér vaxið upp á skömm­um tíma nýj­ar og öfl­ug­ar at­vinnu­grein­ar svo sem fjár­málaþjón­usta og há­tækni­grein­ar á fjöl­mörg­um sviðum, einkum á höfuðborg­ar­svæðinu. Mik­il vöxt­ur þess­ara nýju greina hef­ur skapað mikla eft­ir­spurn eft­ir vinnu­afli, einkum vel­menntuðum sér­fræðing­um víðs veg­ar að af land­inu.

Þess­ar aðstæður hafa skapað erfiðleika í ýms­um byggðalög­um, einkum þar sem sjáv­ar­út­veg­ur hef­ur verið uppistaðan í at­vinnu­líf­inu. Vest­f­irðir eru glöggt dæmi um þessa þróun en sam­bæri­leg­ur vandi er víðar til staðar. Sá mikli sam­drátt­ur í afla­heim­ild­um á þorski sem í dag hef­ur verið ákveðinn eyk­ur enn á þenn­an vanda," sam­kvæmt yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Í fyrsta lagi eru aðgerðir sem horfa einkum til þess að draga úr fyrstu áhrif­um þeirr­ar tekju­skerðing­ar sem verður í kjöl­far minnk­un­ar þorskkvót­ans, jafnt hjá ein­stök­um sveit­ar­fé­lög­um, fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um.

Í öðru lagi eru aðgerðir sem horfa til lengri tíma og miða að því að byggja sam­fé­lög­in við sjáv­ar­síðuna upp og stuðla að fjöl­breytt­ara og öfl­ugra at­vinnu­lífi. Hér má nefna úr­bæt­ur í sam­göngu­mál­um, jafnt vega- sem fjar­skipta­mál­um. Enn­frem­ur aðgerðir sem miða að efl­ingu mennta- og menn­ing­ar­mála, meðal ann­ars með auk­inni áherslu á end­ur­mennt­un og starfsþjálf­un. Einnig má nefna aðgerðir sem miða að því að efla ný­sköp­un. Loks verður lögð auk­in áhersla á flutn­ing op­in­berra starfa til lands­byggðar­inn­ar.

Í þriðja lagi eru til­lög­ur um efl­ingu haf­rann­sókna og end­ur­skoðun á ýms­um þátt­um er lúta að stjórn fisk­veiða.

7. októ­ber 2007 - Varn­ar­mál Íslands í deiglu

Ut­an­rík­is­ráðherra Íslands Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir ávarpaði í gær þátt­tak­end­ur á fundi þing­manna­sam­taka Atlants­hafs­banda­lags­ins sem fram fer í Reykja­vík og svaraði síðan fyr­ir­spurn­um. Hún sagði það tákn­rænt að sam­tök­in funduðu nú í fyrsta sinn hér á landi þegar haf­inn væri nýr þátt­ur í sögu varn­ar­mála lands­manna. Þau væru nú í deiglu eft­ir brott­för banda­ríska herliðsins í fyrra en um leið færi fram umbreyt­ing á banda­lag­inu sjálfu og áhersl­um þess.

Ráðherra sagði að aðild­in að NATO hefði verið mikið deilu­efni hér á landi í kalda stríðinu, ekki hefði ríkt hér sama eind­rægn­in varðandi varn­ar­mál og í öðrum nor­ræn­um lönd­um. Við lok kalda stríðsins hefðu deil­urn­ar minnkað en menn hefðu ekki notað tæki­færið sem þá hefði gef­ist til að hugsa upp á nýtt stefnu lands­manna í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Brott­för hers­ins hefði hins veg­ar gert mjög brýnt að hefja þá umræðu.

„Íslend­ing­ar munu taka á sig meiri ábyrgð og verða virk­ari í alþjóðamál­um," sagði Ingi­björg Sól­rún. „Með þetta í huga erum við að byggja upp nýtt sam­starf með næstu grönn­um okk­ar. Við mun­um verða virk­ari inn­an NATO. Og við erum að taka á okk­ur meiri skyld­ur inn­an Sam­einuðu þjóðanna sem kem­ur fram í því að við gef­um nú í fyrsta sinn kost á okk­ur til setu í ör­ygg­is­ráði SÞ."

20. des­em­ber 2007 - Þor­steinn Davíðsson skipaður héraðsdóm­ari

Árni M. Mat­hiesen, sett­ur dóms­málaráðherra, hef­ur í dag skipað Þor­stein Davíðsson, aðstoðarsak­sókn­ara og deild­ar­stjóra við embætti lög­reglu­stjór­ans á höfuðborg­ar­svæðinu, héraðsdóm­ara frá og með 1. janú­ar 2008. Þor­steinn mun verða með 75% starfs­skyld­ur við héraðsdóm Norður­lands eystra og 25% við héraðsdóm Aust­ur­lands og hafa starfs­stöð við Héraðsdóm Norður­lands eystra.

Aðrir um­sækj­end­ur um embættið voru: Guðmund­ur Kristjáns­son, hæsta­rétt­ar­lögmaður, Hall­dór Björns­son, aðstoðarmaður hæsta­rétt­ar­dóm­ara, Pét­ur Dam Leifs­son, lektor við laga­deild Há­skóla Íslands og fé­lags­vís­inda- og laga­deild Há­skól­ans á Ak­ur­eyri og Ragn­heiður Jóns­dótt­ir, lög­lærður full­trúi sýslu­manns­ins á Húsa­vík.

Skip­an dóm­ar gagn­rýnd

Bæði Eggert Óskars­son, formaður Dóm­ara­fé­lags­ins, og Pét­ur Kr. Haf­stein, formaður nefnd­ar sem mat hæfni um­sækj­enda um embætti héraðsdóm­ara, gagn­rýndu í frétt­um Stöðvar 2 í kvöld að Þor­steinn Davíðsson skyldi hafa verið skipaður héraðsdóm­ari þótt þrír um­sækj­end­ur um embættið hefðu verið metn­ir hæf­ari en hann.

Í sama streng tók Lára V. Júlí­us­dótt­ir, lögmaður, í frétt­um Sjón­varps­ins. Hún sit­ur í nefnd­inni en vék sæti í þessu máli. Árni M. Mat­hiesen, sem var sett­ur dóms­málaráðherra í mál­inu, sagðist hins veg­ar vera ósam­mála niður­stöðu nefnd­ar­inn­ar.

Fram kom að Björn Bjarna­son, dóms­málaráðherra, sem vék sæti í mál­inu, hefði ekki vikið sæti þegar skipað var í annað embætti héraðsdóm­ara á síðasta ári þegar Þor­steinn var meðal um­sækj­enda.

Haft var eft­ir Birni í frétt­um Sjón­varps­ins, að ástæðan fyr­ir því að hann vék sæti nú hafi verið sú að hann gaf Þor­steini meðmæli eft­ir að hann hætti störf­um sem aðstoðarmaður hans og þar með hefði hann tekið skýra af­stöðu til hæfi hans og hæfni.

17. janú­ar 2008 - Mik­il­vægt að halda ró sinni

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, sagði mik­il­vægt að all­ir haldi ró sinni við nú­ver­andi aðstæður í efna­hags­mál­um og umrót á alþjóðleg­um fjár­mála­mörkuðum og það ætti við um þing­menn, aðila vinnu­markaðar og aðila í fjár­mála­heim­in­um.

„Það eru nýj­ar aðstæður, það er erfitt um láns­fjáröfl­un miðað við það sem áður var og laust fé ligg­ur ekki á lausu, ef svo mætti segja. Þess vegna var ákvörðun Seðlabank­ans fyrr í vik­unni að breyta regl­um um end­ur­hverf verðbréfaviðskipti og auka veðhæfis­mögu­leika skulda­bréfa mjög mik­il­væg og er áreiðan­lega ein af stæðum þess að einn af stóru bönk­un­um okk­ar sam­kvæmt frétt­um í morg­un, hætti við að út­vega sér stórt lán á alþjóðamörkuðum, að minnsta kosti í bili," sagði Geir.

Morg­un­blaðið sagði frá því í dag að Glitn­ir hefði hætt við  fyr­ir­hugað skulda­bréfa­út­boð.

Geir sagði að ný þjóðhags­spá und­ir­strikaði styrk ís­lenska hag­kerf­is­ins en leiddi jafn­framt í ljós óvissu, sem nú væri, einkum vegna hrær­inga á alþjóðleg­um fjár­mála­mörkuðum.

16. fe­brú­ar 2008 - Jón Ásgeir: Staðan verri en talið var

Jón Ásgeir Jó­hann­es­son, starf­andi stjórn­ar­formaður Baugs og stjórn­ar­formaður FL Group, seg­ist telja að bank­arn­ir muni á næstu tólf mánuðum fækka starfs­fólki veru­lega. Þetta seg­ir hann í viðtali við Markaðinn á Stöð 2 sem birt­ist á mánu­dag nk. Brot úr viðtal­inu voru sýnd í þætti Markaðar­ins í gær­kvöldi.

Jón seg­ist telja stöðu banka­kerf­is­ins mun verri en al­mennt sé talað um. „Það þýðir ekk­ert að blekkja er­lenda aðila sem sjá skulda­álag á bönk­un­um og skulda­álagið sem er á bönk­un­um í dag tek­ur mið af því að þeir séu hrein­lega gjaldþrota,“ seg­ir Jón og bæt­ir því við að þetta sé nokkuð sem þurfi að hafa áhyggj­ur af og taka á. „Ég held að menn geti ekki stungið hausn­um í sand­inn og sagt að allt sé í lagi og það muni redd­ast. Þetta er stór­hættu­legt fyr­ir ís­lensku bank­ana,“ seg­ir Jón.

Hann seg­ir bank­ana eiga sér framtíð hér á landi verði Ísland aðili að Evr­ópu­sam­band­inu og því eigi það að vera lang­tíma­mark­mið rík­is­stjórn­ar­inn­ar að skoða aðild al­var­lega. „Mér finnst svo­lítið skrítið að rík­is­stjórn­in skuli segja að málið verði ekki skoðað. Það eru gjör­breytt­ar aðstæður á síðustu 6-8 mánuðum og eng­inn get­ur stungið hausn­um í sand og sagst ætla ekki að skoða mál­in.“

Jón seg­ist telja ákvörðun Seðlabank­ans um að breyta stýri­vöxt­um ekki vera ranga. „Það eyk­ur hætt­una á því að lækk­un­in verði skörp sem eyk­ur hætt­una á því að krónu­bréf­in hverfi út úr kerf­inu sem eyk­ur hætt­una á því að ís­lenska krón­an veikist mjög hratt,“ seg­ir Jón.

4. mars 2008 - Slæmt að stíga of fast á brems­urn­ar

Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra seg­ir að það hafi slæm áhrif á inn­lend­um lána­markaði þegar bank­arn­ir þurfa að stíga snöggt á brems­urn­ar líkt og gerst hef­ur. Það sé að hægja á bæði vegna aðstæðna að utan sem og á Íslandi.

Geir seg­ir að fjöldi manns geri sér enga grein fyr­ir því hvernig ástandið sé í efna­hags­mál­um á Íslandi. Vísaði hann til skýrslna sem unn­ar hafa verið um Ísland og hverju þær hafi skilað, því þegar menn væru upp­lýst­ir um stöðuna þá skil­ar það sér. 

Að sögn Geirs var rík­is­stjórn­in búin að ákveða heil­mikla fram­kvæmda­upp­bygg­ingu sem nú verður farið í. Til að mynda sam­göngu­um­bæt­ur. Síðan er spurn­ing hvort eitt­hvað meira þurfi til. Til að mynda fram­kvæmd við nýtt ál­ver sem get­ur skipt veru­legu máli og blásið lífi í glæður sem hafa kólnað, sagði Geir í ut­andag­skrárum­ræðum á Alþingi um efna­hags­mál. 

13. mars 2008 - Björg­vin mest áber­andi

Ráðherr­ar mæld­ust mjög mis­mun­andi virk­ir sem viðmæl­end­ur í um­fjöll­un um þá eða þeirra ráðuneyti í ljósvakaf­rétt­um frá því rík­is­stjórn­in var mynduð í maí sl. til ára­móta. Þetta kem­ur fram í út­tekt Cred­it­in­fo Ísland á hve oft ráðherr­ar birt­ast sem viðmæl­end­ur í ljósvakaf­rétt­um. Mæl­ing­in kall­ast Ráðherra­púls­inn og eru niður­stöður birt­ar tvisvar á ári.

Á um­ræddu tíma­bili mæld­ist Björg­vin G. Sig­urðsson viðskiptaráðherra með mestu virkn­ina í frétt­um ljósvakamiðla en hann kom fram í yfir 50% ljósvakaf­rétta sem tengd­ust hon­um eða hans ráðuneyti. Fyrri hluta árs­ins í fyrra mæld­ist hins veg­ar Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra með mestu virkn­ina en hann mæld­ist nú í næsta sæti með um 47% virkni sem viðmæl­andi. Í næstu sæt­um komu síðan Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra, Ein­ar Kr. Guðfinns­son, land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, Össur Skarp­héðins­son iðnaðarráðherra og Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir um­hverf­is­ráðherra. Í fyrstu sex sæt­in raðast því fjór­ir ráðherr­ar úr röðum Sam­fylk­ing­ar­inn­ar en tveir ráðherr­ar úr flokki sjálf­stæðismanna.

Fram kem­ur í um­fjöll­un um mæl­ing­arn­ar að Ein­ar Kr. Guðfinns­son hef­ur frá upp­hafi síns ráðherra­fer­ils mælst í 1. til 2. sæti meðal virk­ustu ráðherra sem viðmæl­andi í frétt­um en hann fell­ur nú í 4. sæti. Þá hef­ur um­hverf­is­ráðherra ávallt mælst með neðstu sæt­un­um þar til nú þegar Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir mæl­ist í 6. sæti.

18. mars 2008 - Eng­ar aðgerðir vegna geng­is­falls krón­unn­ar

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, sagði eft­ir rík­is­stjórn­ar­fund, að ástæður geng­is­falls krón­unn­ar það sem af er vik­unni megi rekja til vand­ræða sem banda­ríski fjár­fest­ing­ar­bank­inn Bear Ste­arns lenti í um helg­ina. Rík­is­stjórn­in áformi ekki að grípa til sér­stakra aðgerða nú.  

Geir tók fram, að menn hefðu lengi talið að gengi krón­unn­ar væri of hátt og bú­ast mætti við lækk­un. Lækk­un­in nú væri hins veg­ar nokkuð snörp og það ætti eft­ir að koma í ljós hvort um væri að ræða svo­nefnt yf­ir­skot.

Þegar Geir var spurður, hvort hann teldi, að Seðlabank­inn ætti að grípa til aðgerða vegna geng­isþró­un­ar­inn­ar vildi hann ekki tjá sig um það.  

8. maí 2008 - Fín sam­skipti við Seðlabank­ann 

Sam­skipti Seðlabank­ans og rík­is­stjórn­ar­inn­ar eru, og hafa und­an­farið verið, með eðli­leg­um og hefðbundn­um hætti, að því er fram kom í svari Geirs H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra við fyr­ir­spurn Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, þing­manns Vinstri grænna, á Alþingi í gær. Stein­grím­ur vildi vita hvernig sam­skipt­um ráðherra við Seðlabank­ann hefði verið háttað og hvort það væri rétt að rík­is­stjórn­in hefði fyr­ir nokkr­um mánuðum hafnað beiðni frá Seðlabank­an­um um að auka gjald­eyr­is­vara­forðann.

Geir þótti fyr­ir­spurn Stein­gríms byggj­ast á kjafta­sög­um. Sam­skipt­in væru í föst­um skorðum með reglu­bundn­um fund­um. „En vegna þeirra aðstæðna sem hafa verið hér að und­an­förnu, eins og all­ir þekkja, í hinum alþjóðlega fjár­mála­heimi, með þeim áhrif­um sem það ástand hef­ur haft hér á landi þá hef­ur þetta sam­starf verið enn meira og enn þétt­ara en oft áður,“ sagði Geir og bætti við að því fylgdu líka fleiri óform­leg­ir fund­ir.

26. maí 2008 - Heim­ild til að taka 500 millj­arða kr. lán 

Rík­is­sjóður fær heim­ild til að taka allt að 500 millj­arða króna er­lent lán á þessu ári til að auka gjald­eyr­is­forða Seðlabank­ans, sam­kvæmt frum­varpi, sem fjár­málaráðherra legg­ur fram á Alþingi. Árni M. Mat­hiesen, fjár­málaráðherra, sagði í frétt­um Útvarps­ins að ekki væri ljóst hvort öll heim­ild­in yrði nýtt, verði frum­varpið samþykkt.

Fram kem­ur í grein­ar­gerð með frum­varp­inu, að rík­is­stjórn­in og Seðlabanki Íslands hafi um nokk­urt skeið und­ir­búið aðgerðir til að styrkja gjald­eyr­is­forðann og auka aðgang Seðlabank­ans að er­lendu lausa­fé. Sú stefna hafi verið mörkuð af hálfu stjórn­valda fyrri hluta árs 2006 að gjald­eyr­is­forðinn skyldi efld­ur.

Veiga­mikið skref í þá átt hafi verið stigið í árs­lok 2006 með lán­töku rík­is­sjóðs að fjár­hæð einn millj­arður evra sem end­ur­lánað var Seðlabank­an­um. Vegna þeirr­ar erfiðu stöðu sem verið hafi á fjár­mála­mörkuðum að und­an­förnu þyki rétt að haldið verði áfram á þess­ari braut.

Ný­lega gerði Seðlabank­inn tví­hliða gjald­eyr­is­skipta­samn­inga við seðlabanka Svíþjóðar, Nor­egs og Dan­merk­ur sem hver um sig veit­ir Seðlabank­an­um aðgang að allt að 500 millj­ón­um evra gegn ís­lensk­um krón­um. Er­lend lán­taka rík­is­sjóðs í því skyni að efla gjald­eyr­is­forðann enn frek­ar sé til at­hug­un­ar. Jafn­framt þyki æski­legt að svig­rúm rík­is­sjóðs verði aukið til út­gáfu rík­is­verðbréfa á inn­lend­um markaði ef þess er tal­in þörf í því skyni að efla inn­lent fjár­mála­kerfi og stuðla að stöðug­leika á gjald­eyr­is­markaði.

Mik­il eft­ir­spurn eft­ir skamm­tíma­bréf­um að und­an­förnu hafi dregið nokkuð úr virkni pen­inga­stefnu Seðlabank­ans og haft óheppi­leg hliðaráhrif á skulda­bréfa- og gjald­eyr­is­markaði.

30. maí 2008 - All­ir sam­stíga í aðgerðum á jarðskjálfta­svæðinu

Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra og Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra fóru yfir stöðuna og öfluðu upp­lýs­inga með full­trú­um björg­un­ar­sveita, al­manna­varna­nefnda og sveit­ar­fé­laga á skjálfta­svæðinu á Suður­landi. Þau sögðu alla vera sam­stiga í að hjálpa þeim sem hefðu orðið fyr­ir áföll­um í nátt­úru­ham­förun­um.

http://​mbl.is/​mm/​frett­ir/​inn­lent/​2008/​05/​30/​sam­stig­a_i_a­d_veita_adstod/

17. júní 2008 - For­sæt­is­ráðherra bjart­sýnn

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, gerði efna­hags­ástandið að um­tals­efni í ávarpi sínu á Aust­ur­velli. Sagði Geir að Íslend­ing­ar hafi árið 1969 tek­ist á við ein­hverja erfiðustu kreppu síðustu ára­tuga vegna afla­brests og verðhruns á er­lend­um mörkuðum.

Erfiðleik­arn­ir þá voru mun meiri en nú. En með sam­stilltu átaki réð þjóðin við vand­ann og í hönd fóru blóm­leg ár. „Ég er þess full­viss að svo verði einnig nú," sagði Geir.

Höf­um góða von um að hrær­ing­ar séu að ganga yfir

Rík­is­stjórn­in sem tók við fyr­ir ári síðan tók, að sögn Geirs, við góðu búi, meira að segja óvenju­lega góðu búi.

„En skömmu eft­ir að hún var mynduð hóf­ust mikl­ar hrær­ing­ar í efna­hags­lífi heims­ins, sem við sjá­um ekki enn fyr­ir end­ann á en höf­um þó góða von um að séu að ganga yfir.

Er­lend­ir fjár­mála­markaðir hafa gengið í gegn­um meiri svipt­ing­ar en um ára­tuga­skeið og láns­fjár­kreppa, sem af þeim hef­ur leitt, hvarvetna sagt til sín. Jafn­vel virðuleg­ustu og rót­grón­ustu fjár­mála­stofn­an­ir ver­ald­ar hafa lent í mikl­um erfiðleik­um, tapað gríðarleg­um fjár­mun­um og sum­ar orðið gjaldþrota.

Eins og ís­lenskt efna­hags­líf hef­ur þró­ast á síðustu árum, orðið opn­ara, frjáls­ara og alþjóðlegra, var við því að bú­ast að alþjóðleg­ar hrær­ing­ar sem þess­ar segðu til sín hér sem ann­ars staðar. Það er hinn nýi tími, sem ekki verður snúið frá," seg­ir Geir.

13. júlí 2008 - Evru­leið frem­ur en aðild­ar­leið

Björn Bjarna­son, dóms- og kirkju­málaráðherra, velt­ir því upp í pistli á heimasíðu sinni hvort Íslend­ing­ar eigi að láta á það reyna tengj­ast Evr­ópu­sam­band­inu eft­ir evru­leið frem­ur en aðild­ar­leið.

Björn bend­ir á að Íslend­ing­ar hafi valið þann kost, að tengj­ast ESB eft­ir tveim­ur meg­in­leiðum: með EES-samn­ingn­um og Schengen-sam­komu­lag­inu.

„Hvernig væri að láta reyna á það á mark­viss­an hátt, hvort unnt sé að setja þriðju stoðina und­ir þetta sam­starf, það er um evr­una? Eng­in lagarök eru gegn því, að það verði gert. Mun meiri póli­tísk sátt yrði um þá leið en aðild­ar­leiðina. Evru­leiðin kann auk þess að hafa meiri hljóm­grunn í Brus­sel en aðild­ar­leiðin,“ seg­ir Björn.

 2. sept­em­ber 2008 - For­gangs­verk­efnið að tryggja fulla at­vinnu

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, sagði á Alþingi í dag, að mik­il­vægt væri að all­ir sýni skiln­ing á því ástandi, sem nú er vegna and­streym­is í efna­hags­mál­um. Þá sagði hann að það væri for­gangs­verk­efni rík­is­stjórn­ar­inn­ar, að tryggja að hér verði eft­ir sem áður full at­vinna fyr­ir vinnu­fús­ar hend­ur.Hann sagði, að margt bendi til þess að frá og með haust­inu gangi verðbólg­an niður á nýj­an leik, ef ekki verða óvænt áföll. Við þær aðstæður gætu vext­ir lækkað hratt og fyr­ir­tæk­in í land­inu á ný ráðið fleira fólk til starfa.

Þá sagði Geir, að rík­is­stjórn­in muni leita sam­ráðs og hafa sam­vinnu við aðila vinnu­markaðar­ins og fleiri til að ná sem bestri sam­stöðu í bar­átt­unni gegn verðbólg­unni. „Full ástæða er til að hvetja heim­il­in í land­inu til að sýna aðhalds­semi og það rétt er að halda því til haga að í verðbólgu er fátt skyn­sam­legra en að borga niður skuld­ir og leggja fé til hliðar," sagði Geir.

Hann sagði, að þótt þreng­inga hafi orðið vart á vinnu­markaði upp á síðkastið mætti það ekki gleym­ast, að lang­flest­ir Íslend­ing­ar geti gengið að fullri at­vinnu með vissu.„Verið viss­ir um að at­vinnu­leysi verður hrundið með því að auka verðmæta­sköp­un í land­inu. Við mun­um aldrei sætta okk­ur við skerta mögu­leika fólks til að fram­fleyta fjöl­skyld­um sín­um og það er for­gangs­verk­efni rík­is­stjórn­ar­inn­ar að tryggja að hér verði eft­ir sem áður full at­vinna fyr­ir vinnu­fús­ar hend­ur," sagði Geir.

Hann bætti við, að það væri brýnt verk­efni að auka verðmæta­sköp­un í land­inu með auk­inni fram­leiðslu­getu. „Við verðum að nýta það sem okk­ur sem þjóð er gefið. Ekk­ert verður til úr engu. All­ir þjóðir heims kapp­kosta að nýta auðlind­ir sín­ar á sem hag­kvæm­ast­an og skyn­sam­leg­ast­an hátt. Við get­um ekki verið und­an­tekn­ing þar á. Það eru breytt­ir tím­ar í heim­in­um og við erum svo lán­söm að eiga dýr­mæt­ar orku­auðlind­ir. Með auk­inni tækni og þekk­ingu ber okk­ur að nýta þær auðlind­ir á 6
arðbær­an hátt en jafn­framt um­hverf­is­lega ábyrg­an og sjálf­bær­an hátt. Besta leiðin til að vinna okk­ur út úr tíma­bundn­um erfiðleik­um er að fram­leiða, fram­leiða og aft­ur fram­leiða.“

29. sept­em­ber - Ingi­björg Sól­rún gekkst und­ir aðgerð 

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra gekkst und­ir aðgerð á Mount Sinai sjúkra­hús­inu í New York í dag.  Aðgerðin var gerð vegna veik­inda sem upp komu fyr­ir réttri viku og rekja má til meins í fjórða heila­vökva­hólfi. Ut­an­rík­is­ráðherra heils­ast vel að lok­inni aðgerð.

Ákvörðun um að aðgerðin yrði gerð í dag þar ytra, var tek­in í kjöl­far rann­sókna sl. föstu­dag og að höfðu sam­ráði sér­fræðinga á Land­spít­al­an­um og lækna á Mount Sinai sjúkra­hús­inu, seg­ir jafn­framt í frétta­til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu.    

Enn ligg­ur ekki fyr­ir  hversu lengi Ingi­björg Sól­rún verður frá vinnu vegna veik­ind­anna. 

30. sept­em­ber - Yf­ir­taka Glitn­is: Hlut­haf­ar tapa um  200 millj­örðum

Eign hlut­hafa Glitn­is í bank­an­um hef­ur rýrnað um 88% miðað við kaup­gengi rík­is­ins á sín­um hlut í bank­an­um. Ríkið set­ur inn í bank­ann nýtt hluta­fé að verðmæti um 85 millj­arða króna og fær fyr­ir það 75% hlut í Glitni. Þýðir þetta að kaup­gengið er 1,91, en á föstu­dag var gengi hluta­bréfa Glitn­is 15,7. Markaðsvirði Glitn­is fyr­ir inn­grip rík­is­ins var 233,6 millj­arðar króna, en er eft­ir inn­grip­in 112 millj­arðar, sem þýðir að markaðsvirði hluta­fjár annarra hlut­hafa en rík­is­ins er nú um 28 millj­arðar króna. Er þá miðað við áður­nefnt kaup­gengi rík­is­ins.

Tutt­ugu stærstu hlut­haf­ar Glitn­is eiga nú 17% í bank­an­um, en áttu fyr­ir tæp 69%. Markaðsvirði eign­ar­inn­ar hef­ur rýrnað um 142 millj­arða króna og er nú 19,4 millj­arðar.

Virðisrýrn­un eldri hlut­hafa er þvíþætt. Ann­ars veg­ar þynn­ist hlut­ur þeirra um 75% eft­ir aðkomu rík­is­ins og hins veg­ar verður að horfa til þess að ríkið fær sinn hlut á gengi sem er tölu­vert und­ir markaðsgengi á föstu­dag og hef­ur það aug­ljós­lega áhrif á verðmæti eign­ar annarra hlut­hafa.

30. sept­em­ber - Skrifaði ekki und­ir yf­ir­lýs­ing­una

Stjórn­ar­maður í Stoðum seg­ir að ekki séu all­ir stjórn­ar­menn sátt­ir við yf­ir­lýs­ingu þá sem stjórn fé­lags­ins sendi frá sér í gær­kvöld, að sögn frétta­stofu Rík­is­út­varps­ins í morg­un. Í yf­ir­lýs­ing­unni var farið hörðum orðum um yf­ir­töku rík­is­ins á Glitni. Að sögn frétta­stof­unn­ar kvaðst stjórn­ar­maður­inn ekki hafa skrifað und­ir yf­ir­lýs­ing­una sem skrifuð var í nafni stjórn­ar­inn­ar og þar með hans.

Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir m.a.:

„Það er mat stjórn­ar Stoða að Seðlabank­inn hafi haft aðra og far­sælli kosti í stöðunni en að taka Glitni yfir. Harka­legt inn­grip Seðlabank­ans er ekk­ert annað en eigna­upp­taka þar sem hlut­haf­ar Glitn­is tapa vel á annað hundrað millj­örðum króna. Seðlabank­inn og rík­is­stjórn­in stilltu stjórn og stærstu eig­end­um Glitn­is upp við vegg í skjóli næt­ur og þeir áttu því enga kosti aðra en að samþykkja til­lög­una. At­b­urðarás­in var með þeim hætti að ekk­ert tóm gafst til að leita annarra lausna, frek­ar en að meta heild­aráhrif aðgerðanna á ís­lenskt fjár­mála­líf. Stjórn Stoða harm­ar þess­ar aðgerðir og lýs­ir fullri ábyrgð á af­leiðing­um þeirra á hend­ur banka­stjórn­ar Seðlabank­ans."

Í stjórn Stoða sitja Ingi­björg Pálma­dótt­ir, sem er stjórn­ar­formaður, Ei­rík­ur Jó­hann­es­son, sem er vara­formaður stjórn­ar, og Árni Hauks­son, Katrín Pét­urs­dótt­ir og Þor­steinn M. Jóns­son.  Ein­ar Þór Sverris­son og Þórður Boga­son eru vara­menn í stjórn­inni.

2. októ­ber - Var ekki að viðra hug­mynd­ir um þjóðstjórn

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, sagði í kvöld­frétt­um Sjón­varps­ins, að Davíð Odds­son, seðlabanka­stjóri, hefði ekki verið að viðra hug­mynd um þjóðstjórn á vett­vangi rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Sagði Geir að það væri ein­hver mis­skiln­ing­ur sem hefði kom­ist á kreik.

„En auðvitað er það ekki hans mál, það er mál stjórn­mála­flokk­anna. En ég tel ekki að hann hafi verið að seil­ast þangað inn með því sem hann kann að hafa látið út úr sér," sagði Geir.

Bæði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son og Guðni Ágústs­son hvöttu til þess í umræðum um stefnuræðu for­sæt­is­ráðherra í kvöld að komið yrði á sam­ráðsvett­vangi stjórn­mála­manna, at­vinnu­lífs og fjár­mála­stofn­ana, helst á morg­un til að berj­ast við þann vanda sem nú er við að etja.

Geir sagði um það, að sér hefði þótt ágæt­ur tónn heilt yfir í máli stjórn­ar­and­stæðinga í umræðunni og það væri já­kvætt að þeir lýsi sig fúsa til sam­starfs. En ábyrgðin á lands­stjórn­inni væri hjá rík­is­stjórn­inni og rík­is­stjórn­in muni leita til þeirra eft­ir at­vik­um. „En ég tel ekki hyggi­legt að efna til vett­vangs með full­trú­um allra flokka auk allra annarra án þess að það sé bet­ur und­ir­búið," sagði Geir. 

6. októ­ber - Neyðarlög sett

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, sagði í sjón­varps­ávarpi, að staða ís­lensku bank­anna væri mjög al­var­leg og hefði versnað til muna í morg­un. Geir mun mæla fyr­ir frum­varpi á Alþingi um mjög víðtæk­ar heim­ild­ir til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins til að grípa inn í fjár­mála­starf­semi og end­ur­skipu­leggja hana.

Geir vísaði til þess í ávarpi sínu að nokkr­ir af stærstu fjár­fest­inga­bönk­um heims hafa orðið krepp­unni að bráð og lausa­fé á mörkuðum í raun og veru þurrk­ast upp. Þetta hef­ur haft þau áhrif að stór­ir alþjóðleg­ir bank­ar hafa kippt að sér hönd­um við fjár­mögn­un annarra banka og al­gjört van­traust hef­ur skap­ast í viðskipt­um banka á milli. Af þess­um völd­um hef­ur staða ís­lensku bank­anna versnað mjög hratt á allra síðustu dög­um.

Geir sagði að í gær­kvöldi hefði verið út­lit fyr­ir að bank­arn­ir gætu fleytt sér áfram. Þessi staða hefði ger­breyst til hins verra í dag og stór­ar lánalín­ur hefðu lokast. Nú reyni á ábyrg og fum­laus viðbrögð. „Ég mun nú á eft­ir mæla fyr­ir frum­varpi á Alþingi sem mun gera rík­is­sjóði kleift að bregðast við því ástandi sem nú er á fjár­mála­mörkuðum. Ég hef rætt við for­ystu stjórn­ar­and­stöðunn­ar í dag og fengið góð orð um að frum­varpið verði af­greitt í dag."

Hann sagði að rík­is­stjórn­in, Seðlabank­inn og Fjár­mála­eft­ir­litið hefðu unnið baki brotnu að lausn og allt kapp hefði verið lagt á að ís­lensku bank­arn­ir seldu eign­ir sín­ar svo ís­lenska ríkið hafi bol­magn til að styðja við bakið á þeim.

Hins veg­ar fæl­ist mik­il áhætta í því fyr­ir þjóðina alla, að tryggja bönk­un­um líflínu. Sú hætta væri raun­veru­leg, að ís­lenska þjóðarbúið myndi sog­ast með bönk­un­um inn í brim­rótið og úr yrði þjóðar­gjaldþrot. „Eng­in ábyrg rík­is­stjórn tefl­ir í slíka tví­sýnu þótt banka­kerfið eigi í hlut. Íslenska þjóðin og hags­mun­ir henn­ar ganga fram­ar öll­um öðrum hags­mun­um," sagði Geir. 

 Verk­efni stjórn­valda á næstu dög­um er skýrt: að koma í veg fyr­ir að upp­lausn­ar­ástand skap­ist, ef ís­lensku bank­arn­ir verða óstarf­hæf­ir að ein­hverju marki, sagði Geir. „Til þess hafa stjórn­völd marg­vís­leg úrræði og þeim verður beitt. Á hinum póli­tíska vett­vangi, jafnt sem ann­ars staðar, er mik­il­vægt að slíðra sverðin við þess­ar aðstæður.“

7. októ­ber 2008 - Stofna nýja banka

Stjórn­völd gera sér fulla grein fyr­ir því að þegar aðgerðir Fjár­mála­eft­ir­lits­ins eru komn­ar til fram­kvæmda í ís­lensk­um fjár­mála­stofn­un­um mun láns­traust Íslend­inga skaðast. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins taldi rík­is­stjórn­in þó að fórna yrði minni hags­mun­um fyr­ir meiri, þ.e. hags­muni alls al­menn­ings. Nýir bank­ar um inn­lenda starf­semi munu að lík­ind­um líta dags­ins ljós í vik­unni og full­yrt er einnig að láns­traust rík­is­sjóðs muni ekki bíða skaða af, jafn­vel batna.

Ekki ligg­ur fyr­ir hversu mikl­um fjár­mun­um er­lend­ir lán­ar­drottn­ar tapa á því ef inn­lend­ir bank­ar greiða ekki upp lán sín að hluta eða öllu leyti.

Þá hef­ur Morg­un­blaðið heim­ild­ir fyr­ir því að Seðlabank­inn hafi metið það þannig að eini bank­inn sem ætti raun­hæfa mögu­leika á að kom­ast í gegn­um þreng­ing­arn­ar sé Kaupþing. Því hafi verið ákveðið að veita Kaupþingi 500 millj­arða króna er­lent brú­ar­lán gegn því að bank­inn setti öll hluta­bréf sín í danska bank­an­um FIH að veði, en hann er tal­inn mun meira virði en svo.

Fylgst með Íslandi er­lend­is

Frétta­menn frá tug­um er­lendra fjöl­miðla eru nú stadd­ir hér á landi vegna fjár­málakrepp­unn­ar sem fer um heim­inn. Er­lendu miðlarn­ir telja áhuga­vert að fylgj­ast með því hvernig litlu hag­kerfi og lít­illi mynt reiðir af í efna­hags­fár­viðrinu.

Rík­is­stjórn­in hafði sér­stak­an viðbúnað vegna komu fjöl­miðlanna. Ut­an­rík­is­ráðuneytið og fjár­málaráðuneytið unnu sam­an og settu upp sér-síma­núm­er til að sinna ósk­um er­lendu fréttamiðlanna. Mikið er fjallað um ís­lensku krepp­una í fjöl­miðlum um all­an heim upp á síðkastið og ólík­legt að það breyt­ist í bráð. „Hinn mikli áhugi fjöl­miðla á ís­lensk­um efna­hags­mál­um end­ur­spegl­ar í raun stöðuna eins og hún er um víða ver­öld. Ísland er dæmi um það sem er að ger­ast,“ sagði Kristrún Heim­is­dótt­ir, aðstoðarmaður ut­an­rík­is­ráðherra, sem ásamt Urði Gunn­ars­dótt­ur, upp­lýs­inga­full­trúa ráðuneyt­is­ins, sinntu er­lend­um fjöl­miðlum í þing­hús­inu. Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra hélt í gær­kvöld frétta­manna­fund á ensku í þing­hús­inu eft­ir að hafa rætt við ís­lenska fjöl­miðla.

8. októ­ber - Rætt við Breta um Ices­a­ve

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, sagði á blaðamanna­fundi í Iðnó í dag, að ýmis sam­töl hefðu átt sér stað í dag milli breskra og ís­lenskra emb­ætt­is­manna og einnig ráðherra um þá stöðu, sem kom­in er upp vegna Ices­a­ve inn­láns­reikn­inga Lands­bank­ans í Bretlandi.„Okk­ur finnst mjög mik­il­vægt að þessi mál fari í þann far­veg að unnið sé að þeim á veg­um stjórn­valda beggja land­anna en ekki sé um að ræða frek­ari yf­ir­lýs­ing­ar eða skeyta­send­ing­ar á milli ráðamanna land­anna," sagði Geir.

Björg­vin G. Sig­urðsson, viðskiptaráðherra, sagði að samið yrði við Breta um þetta mál og eng­inn væri að hlaupa frá einu né neinu. Rík­is­stjórn­in hefði ít­rekað í yf­ir­lýs­ingu í dag, að hún muni styðja við Trygg­inga­sjóð inn­lána og allt benti til þess að Lands­bank­inn muni eiga að mestu fyr­ir lang­stærst­um inni­stæðum á reikn­ing­un­um. Það sem eft­ir stæði yrði samið um milli þess­ara vinaþjóða.

„Það skall á okk­ur mik­il umræða um stöðu inn­láns­reikn­ing­anna í Bretlandi og efa­semd­ir sem bresk­ir ráðamenn höfðu um að Íslend­ing­ar ætluðu ekki að standa við sín­ar skuld­bind­ing­ar og það féllu hörð orð um það... Ég held að við höf­um eytt mikl­um efa­semd­um um það mál," sagði Björg­vin.

9. októ­ber 2008 - Útibú Kaupþings opin

Útibú Kaupþings, þjón­ustu­ver, hraðbank­ar og net­bank­ar eru opn­ir í dag en eins og fram hef­ur komið til­kynnti Fjár­mála­eft­ir­litið í nótt að það hefði tekið yfir rekst­ur Kaupþings. Ef­irfar­andi aðilar hafa verið skipaðir í skila­nefnd Kaupþings: Finn­ur Svein­björns­son, hag­fræðing­ur. Knút­ur Þór­halls­son, lög­gilt­ur end­ur­skoðandi. Bjarki H. Diego, hrl. Guðný Arna Sveins­dótt­ir, viðskipta­fræðing­ur og Stein­ar Þór Guðgeirs­son, hrl.

Seg­ir í til­kynn­ingu FME þetta er gert til að tryggja full­nægj­andi inn­an­lands­starf­semi bank­ans og stöðug­leika ís­lensks fjár­mála­kerf­is.

 Eins og rík­is­stjórn­in hef­ur lýst yfir eru inn­stæður í inn­lend­um viðskipta­bönk­um, spari­sjóðum og úti­bú­um þeirra hér á landi tryggðar að fullu. Útibú bank­ans á Íslandi, þjón­ustu­ver, hraðbank­ar og net­bank­ar eru opn­ir. Stefnt er að því að viðskipta­vin­ir bank­ans finni sem minnst fyr­ir breyt­ing­um.

Það er mat Fjár­mála­eft­ir­lits­ins að þessi aðgerð sé nauðsyn­legt fyrsta skref til þess að ná mark­miðum ný­settra laga og til að tryggja eðli­lega banka­starf­semi inn­an­lands og ör­yggi inn­stæðna á Íslandi.

11. októ­ber 2007 - Bret­ar kné­settu stærsta fyr­ir­tæki Íslands

 Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, var harðorður í garð breskra stjórn­valda á flokks­ráðsfundi Sjálf­stæðis­flokks­ins í dag. Sagði hann að bresk stjórn­völd hefðu með valdníðslu kné­sett stærsta fyr­ir­tæki Íslend­inga í vik­unni og Ísland hljóti að skoða það í fullri al­vöru að leita rétt­ar síns vegna þessa.

Geir sagði að fram­ganga Breta í vik­unni hefði verið full­kom­lega ófor­svar­an­leg þótt eðli­legt sé að ríki reyni að verja hags­muni sína.

„Ég ætla ekki að reyna að leyna undr­un minni og von­brigðum þegar í ljós kom að breska ríkið hefði beitt lög­um um varn­ir gegn hryðju­verk­um gegn ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um þar í landi. Reynd­ar lög­um, sem voru mjög um­deild þegar þau voru sett vegna þess að menn óttuðust að gripið yrði til þeirra af öðru til­efni en til varn­ar hryðju­verk­um. Má vera, að nú hafi komið í ljós, að nokkuð var til í þeirri gagn­rýni.

17. októ­ber - Ísland náði ekki kjöri í ör­ygg­is­ráðið

Ísland náði ekki kjöri í ör­ygg­is­ráð Sam­einuðu þjóðanna af hálfu Vest­ur-Evr­ópu held­ur voru Aust­ur­ríki og Tyrk­land kos­in. Alls greiddu 192 þjóðir at­kvæði á alls­herj­arþingi SÞ og þurfti 128 at­kvæði til að ná kjöri í fyrstu um­ferð. Tyrk­land fékk 151 at­kvæði, Aust­ur­ríki 133 og Ísland 87. Því þurfti ekki aðra um­ferð.Þá voru Úganda, Jap­an og Mexí­kó kjör­in í ráðið af hálfu Afr­íku, Suður-Am­er­íku og Kyrra­hafs­ríkja. 

22. októ­ber - Sátt um IMF-lán í Seðlabanka

Banka­stjórn Seðlabank­ans hef­ur fall­ist á að taka lán hjá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum [IMF]. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins var banka­stjórn Seðlabank­ans klof­in í af­stöðu sinni til lán­töku hjá IMF en er það ekki leng­ur. Ekki þurfti sér­stakt samþykki Seðlabank­ans fyr­ir láni en rík­is­stjórn­in vildi vinna lán­tök­una í fullri sátt við banka­stjórn­ina.

Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra sagði í gær að beðið væri eft­ir „þjóðhags­spá“ áður en hægt væri að ganga frá láni frá IMF. Vandi Seðlabank­ans leik­ur óvænt hlut­verk í smíði um­ræddr­ar þjóðhags­spár. Eins og greint var frá í Morg­un­blaðinu í gær óskaði bank­inn eft­ir frek­ari trygg­ing­um frá fjár­mála­fyr­ir­tækj­um vegna lána sem hann hef­ur veitt þeim. Seðlabank­inn greindi ekki frá þessu fyrr en í upp­hafi vik­unn­ar.

7. nóverm­ber 2007 - Jó­hanna: Mun reyna á stjórn­ar­sam­starfið

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, fé­lags­málaráðherra, seg­ist telja að það eigi að láta á það reyna hvort nú­ver­andi rík­is­stjórn nái að koma fram þeim aðgerðum sem byrjað er að vinna að í stað þess að fara í kosn­ing­ar. Hún seg­ir að það muni reyna mjög á þá flokka sem mynda rík­is­stjórn­ina á næst­unni, meðal ann­ars við fjár­lög­in þar sem hækka þurfi skatta og fleira. Hvort þeir nái sam­an á þess­um erfiðu tím­um. „Ég tel að það sé mjög brýnt í þeirri stöðu að verja vel­ferðar­kerfið líkt og Finn­ar gerðu."

Jó­hanna seg­ir að þjóðin þurfi á því að halda að rík­is­stjórn­in standi sam­an og kom­ist í gegn­um það sem þurfi að gera. „En auðvitað gæti komið upp sú staða að við næðum ekki sam­an um ákveðnar aðgerðir og þá get­ur auðvitað allt gerst," sagði Jó­hanna í viðtali á morg­un­vakt­inni á Rás 1 í morg­un.

Jó­hanna seg­ir að séð verði til þess að næg­ir pen­ing­ar verði til í at­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóð til þess að greiða út bæt­ur. Hins veg­ar ef at­vinnu­leysi fer upp í 10% líkt og Seðlabank­inn spá­ir í Pen­inga­mál­um þá verði að grípa til ráðstaf­ana.

Hún seg­ir að eitt það ljót­asta sem hún hafi séð frá því bankakrepp­an skall á sé sú mis­mun­un sem komið hef­ur í ljós í meðal ann­ars Kaupþingi þar sem skuld­ir starfs­manna voru þurrkaðar út. Það verði að koma í veg fyr­ir að slík mis­mun­un eigi sér stað.

18. nóv­em­ber 2008 - Davíð á ábyrgð rík­is­stjórn­ar­for­yst­unn­ar

Össur Skarp­héðins­son iðnaðarráðherra seg­ir að það sé ábyrgðar­hluti ef nú­ver­andi rík­is­stjórn og for­ysta henn­ar ætli að sigla í gegn­um krepp­una með banka­stjórn Seðlabank­ans óbreytta. Seðlabank­inn hafi brugðist sínu hlut­verki.Hann seg­ist aldrei hafa fengið viðvar­an­ir frá Davíð Odds­syni um stöðu bank­anna né minn­ist að komið hafi verið sér­stök er­indi rík­i­s­tjórn­ar­fundi um það. 

http://​mbl.is/​mm/​frett­ir/​inn­lent/​2008/​11/​18/​dav­id_a_a­byrgd_­for­yst­u_rikis­stjorn­ar/

5. des­em­ber - Láns­hæfi Íslands hryn­ur

„Þetta þýðir að ríkið eða Seðlabank­inn eigi mjög erfitt með að koma bönk­un­um aft­ur til hjálp­ar,“ seg­ir Gunn­ar Har­alds­son, for­stöðumaður Hag­fræðistofn­un­ar.

Alþjóðlega mats­fyr­ir­tækið Moo­dy's lækkaði láns­hæfis­ein­kunn rík­is­ins fyr­ir inn­lend­ar og er­lend­ar skuld­bind­ing­ar um marga flokka í gær. Þar á meðal ein­kunn sem seg­ir til um fjár­hags­leg­an styrk stjórn­valda til að styðja við banka­kerfið í kreppu og tryggja inn­lend­ar inni­stæður. Fór sú ein­kunn niður um fjóra flokka, úr Aaa í A1.

„Ég held að menn eigi ekki að hafa áhyggj­ur af þessu,“ seg­ir Árni Mat­hiesen fjár­málaráðherra. Rík­is­stjórn­in hafi lýst því yfir að inni­stæður í ís­lensk­um krón­um væru tryggðar.

„Svona mik­il lækk­un veld­ur von­brigðum í ljósi þess að stjórn­völd hafa í sam­starfi við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn ákveðið að taka á heild­ar­vanda efna­hags­lífs­ins með skipu­leg­um hætti,“ seg­ir Ólaf­ur Ísleifs­son, lektor við Há­skól­ann í Reykja­vík.

9. des­em­ber 2008 - Mót­mæl­end­ur eiga ekki að bíta

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir sagði þegar hún gekk af rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un að hver hefði sinn hátt á að mót­mæla, sjálf myndi hún gera það með öðrum hætti. Ráðherr­ar ræddu niður­skurð í rík­is­fjár­mál­um á fundi sín­um í morg­un sem var hald­inn við frem­ur óhefðbundn­ar aðstæður vegna  há­værra mót­mæla ungs fólks sem vill að rík­is­stjórn­in fari frá völd­um.

Össur Skarp­héðins­son iðnaðarráðherra, sem var sjálf­ur hand­tek­inn á þing­pöll­un­um fyr­ir mót­mæli á náms­ár­um sín­um í há­skól­an­um, seg­ir at­b­urðina í dag rifja upp gaml­ar minn­ing­ar þegar hann hafi haldið ræðu á þing­pöll­um meðan 250 aðrir nem­end­ur héldu lög­regl­unni í skefj­um. Hann seg­ir menn eiga rétt á að mót­mæla, en þeir eigi ekki að bíta fólk eins og hafi gerst í gær.

Össur seg­ir að ráðherr­ar séu nú til­bún­ir að hlusta á mót­mæl­end­ur sem og aðra. Ákveðin mis­tök hafi verið gerð við upp­lýs­inga­gjöf til al­menn­ings eft­ir banka­hrunið en það hafi aðallega verið vegna þess hversu verk­efnið var stórt. Hann seg­ist ekki vera þeirr­ar skoðunar að það eigi að ráðast í kosn­ing­ar núna. Hann úti­loki þó ekki neitt í þeim efn­um frem­ur en Björn Bjarna­son dóms­málaráðherra.

http://​mbl.is/​mm/​frett­ir/​inn­lent/​2008/​12/​09/​mot­ma­elend­ur_eig­a_ekki_a­d_bita/


15. des­em­ber 2008 - Or­sök­in ligg­ur hjá of­ur­frjáls­hyggj­unni

„Við [Sam­fylk­ing­in] or­sökuðum ekki það hrun sem yfir okk­ur kom. {...} Stærsta or­sök­in ligg­ur í þeirri ofsa­frjáls­hyggju sem að hér réði ríkj­um um lang­an tíma, ekki síst á síðasta kjör­tíma­bili,“ seg­ir Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Ingi­björg Sól­rún ávarpaði kaffi­boð 60+ á Grand Hót­el í dag. Hún sagði að þrátt fyr­ir að erfiðir tím­ar væru framund­an geti Íslend­ing­ar vel kom­ist í gegn­um þá sýni þeir þolgæði, æðru­leysi og skyn­semi.

Hún seg­ir að vand­inn teygi anga sína aft­ur til árs­ins 2001 þegar bank­arn­ir voru einka­vædd­ir án þess að þeim yrðu sett mörk og eign­araðild­in dreifð. Hún benti á að rík­is­stjórn­in hafi einka­vætt bank­ana með þeim af­leiðing­um að til­tölu­lega fáir aðilar eignuðust þá.

„Fjár­mála­kerfið okk­ar stækkaði og óx í raun­inni sam­fé­lag­inu yfir höfuð,“ seg­ir Ingi­björg og bæt­ir við að þetta ger­ist á sama tíma og verið sé að höndla með ís­lenska krónu „sem er ör­mynt í sam­fé­lagi þjóðanna.“

Hún seg­ir að eig­end­ur og stjórn­end­ur bank­anna hafi farið of glanna­lega fram. Ábyrgðin sé fyrst og fremst þar.

5. janú­ar 2009 - Tauga­stríð Geirs og Ingi­bjarg­ar

Eft­ir að Geir H. Haar­de formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins vakti máls á því að þjóðin fengi að kjósa um hvort farið yrði í aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið sló formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar því fram að jafn­gott væri þá að efna til alþing­is­kosn­inga í vor. Gunn­ar Helgi Krist­ins­son seg­ir greini­legt tauga­stríð í gangi milli for­ystu flokk­anna sem bendi til þess að stjórn­ar­sam­starfið gangi ekki vel.

http://​mbl.is/​mm/​frett­ir/​inn­lent/​2009/​01/​05/​taugastrid_­geirs_og_­ingi­bjarg­ar/

21. janú­ar 2009 - Mót­mæl­in halda áfram

Í allt gær­kvöld dreif fólk að Alþing­is­hús­inu þar sem mót­mæl­um var haldið áfram til klukk­an að ganga fjög­ur í nótt. Allt laus­legt brann glatt á helj­ar­miklu báli á gang­stétt­inni fyr­ir fram­an aðal­dyrn­ar og púður­kerl­ing­ar sprungu.

Trymbl­arn­ir sem höfðu marg­ir hverj­ir varla tekið sér hvíld all­an dag­inn héldu áfram að slá takt­inn og fólk kyrjaði, van­hæf rík­is­stjórn.  Bak við skildi, ataða skyri, hímdi óeirðalög­regl­an.

Þing­menn VG blönduðu sér í hóp­inn utan við þing­húsið á ell­efta tím­an­um og spjölluðu við mót­mæl­end­ur. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son formaður VG seg­ist velta fyr­ir sér hvers kon­ar jarðsam­band rík­is­stjórn­in að ætla að sitja áfram og neita að boða til kosn­inga þrátt fyr­ir ólg­una í þjóðfé­lag­inu.

Jóla­tréð á Aust­ur­velli fór á bálið um miðnætti og endaði þar sína ævi­daga. Fyrr um kvöldið hafði ít­rekað verið reynt að kveikja í trénu.

Mót­mæl­in stóðu langt fram á nótt en eft­ir að leið á nótt­ina beitti lög­regl­an gasi til að tvístra hópn­um og fjór­ir voru hand­tekn­ir og færðir í fanga­geymsl­ur. Mót­mæl­end­ur boða frek­ari aðgerðir þegar Alþingi kem­ur sam­an eft­ir há­degið.

http://​mbl.is/​mm/​frett­ir/​inn­lent/​2009/​01/​21/​mot­ma­ela_aft­ur_i_dag/

21. janú­ar 2009 - Rík­is­stjórn­ar­sam­starfið hang­ir á bláþræði

Þrátt fyr­ir að slag­orð mót­mæl­enda, „van­hæf rík­is­stjórn“, hafi hljómað ótt og títt í eyr­um stjórn­arþing­manna hafa sjálf­stæðis­menn ekki hug á því að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu. Vilji til þess er hins veg­ar mik­ill inn­an raða Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og hef­ur farið vax­andi síðustu tvo daga, eft­ir að mót­mæli við Aust­ur­völl og fyr­ir fram­an stjórn­ar­ráðið tóku að harðna. Það mátti heyra það á þing­mönn­um sem Morg­un­blaðið ræddi við í gær­kvöldi að þau miklu mót­mæli sem staðið hafa und­an­farna tvo daga, hafa virki­lega hreyft við þing­mönn­um. Þeir „skynja bet­ur reiði fólks“, sagði einn stjórn­arþing­manna.

Þung­inn í mót­mæl­un­um náði há­marki um miðjan dag í gær þegar stór hóp­ur fólks, um þúsund manns, safnaðist sam­an fyr­ir fram­an stjórn­ar­ráðið og mót­mælti kröft­ug­lega. Eft­ir að Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra sett­ist upp í bíl sinn gerðu mót­mæl­end­ur harða hríð að ráðherra, grýttu bíl hans og hrópuðu að hon­um. „Mér brá við þetta, og þetta var ekki skemmti­leg reynsla,“ sagði Geir í sam­tali við blaðamenn í Val­höll um at­vikið þegar fund­ur þing­flokks­ins stóð yfir seinni part­inn í gær.

Á þeim fundi ræddu þing­menn flokks­ins um stöðu lands­mála, vax­andi ólgu meðal al­menn­ings og mál sem unnið er að á veg­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna efna­hags­hruns­ins. Geir hafði þá þegar rætt við Ingi­björgu Sól­rúnu, formann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem full­vissaði hann um að sam­starfið væri ekki í hættu.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins lýstu þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins óánægju sinni með „ístöðuleysi“ þing­manna Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Voru marg­ir óánægðir með að rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu væri ógnað á viðkvæm­asta tíma fyr­ir stjórn­völd, þegar verið væri að reyna að bjarga fyr­ir­tækj­um frá gjaldþroti.

23. janú­ar 2009 - Geir grein­ist með krabba­mein - kosið í maí

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, ætl­ar ekki að sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri sem formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins en hann greind­ist ný­verið með ill­kynja æxli í vélinda. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn vill að boðað verði til kosn­inga þann 9. maí næst­kom­andi. Lands­fundi flokks­ins verður frestað þar til í lok mars.

26. janú­ar 2009 - Rík­is­stjórn­in fall­in

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, mun ganga á fund Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, for­seta Íslands, á Bessa­stöðum klukk­an 16 og biðjast lausn­ar fyr­ir sig og ráðuneyti sitt.

Geir skýrði frá því í Alþing­is­hús­inu eft­ir fund með Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dótt­ur, ut­an­rík­is­ráðherra, að ákveðið hefði verið að slíta stjórn­ar­sam­starfi Sjálf­stæðis­flokks og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Ný ríkisstjórn á Bessastöðum.
Ný rík­is­stjórn á Bessa­stöðum. mbl.is/​Brynj­ar Gauti
Ingibjörg Sólrún og Geir kynn lausn í Icesave-deilunni.
Ingi­björg Sól­rún og Geir kynn lausn í Ices­a­ve-deil­unni. Krist­inn Ingvars­son
Ingibjörg Sólrún kemur af þingflokksfundi.
Ingi­björg Sól­rún kem­ur af þing­flokks­fundi. Golli / Kjart­an Þor­björns­son
Geir H. Haarde og Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum í …
Geir H. Haar­de og Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son á Bessa­stöðum í dag. mbl.is/​Rax
Geir H. Haarde skýrir frá veikindum sínum.
Geir H. Haar­de skýr­ir frá veik­ind­um sín­um. mbl.is/Ó​mar
mbl.is

Bloggað um frétt­ina