Ekki málefnaágreiningur

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra mbl.is/Golli

Það var ekki mál­efna­ágrein­ing­ur sem varð rík­is­stjórn­inni að falli held­ur krafa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um að fá for­sæts­i­ráðherra­embættið. Þetta sagði Geir H. Haar­de við upp­haf þing­fund­ar í dag og áréttaði að krafa um að for­sæt­is­ráðherra­embættið flytt­ist milli flokka hefði valdið trúnaðarbresti og gæti ekki annað en leitt til stjórn­arslita.

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir sagði hins veg­ar að þetta væri ekki rétt. Aðgerðir hafi ekki gengið nógu hratt eft­ir og enn hefðu ekki verið gerðar breyt­ing­ar á yf­ir­stjórn Seðlabank­ans. Málið sner­ist ekki um að Sam­fylk­ing­in sem slík vildi leiða rík­is­stjórn­ina held­ur um að öfl­ug­ur ein­stak­ling­ur gerði það.

Geir þakkaði ut­an­rík­is­ráðherra, Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dótt­ur, per­sónu­lega fyr­ir það sam­starf þeirra í ræðu sinni á Alþingi í dag. „Þar hef­ur eng­an skugga borið á. Því miður hef­ur skort á að henn­ar eig­in flokks­menn hafi sýnt henni sem for­ystu­manni þá sam­stöðu sem nauðsyn­leg er í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi.

Rík­is­stjórn­in hef­ur unnið mikið verk við ótrú­lega erfiðar aðstæður síðustu vik­ur og mánuði. Það geng­ur krafta­verki næst að hér á landi skuli vera starf­hæft banka­kerfi eft­ir hrun fjár­mála­kerf­is­ins í byrj­un októ­ber. Vel hef­ur miðað í und­ir­bún­ingi end­ur­reisn­ar og upp­bygg­ing­ar í sam­fé­lag­inu. Um það bil hundrað atriði eða laga­breyt­ing­ar, reglu­gerðarbreyt­ing­ar og stjórn­valdsákv­arðanir sem hafa komið til fram­kvæmda eða verið ákveðnar á þess­um tíma. Það er held­ur ekki hægt að gera krafta­verk á hverj­um ein­asta degi. All­ir sjá það en stund­um stend­ur upp á okk­ur sú krafa að gera það.

Því miður hef­ur það nú gerst sem ég óttaðist all­an tím­ann frá því að banka­hrunið varð í byrj­un októ­ber, að stjórn­ar­kreppa myndi bæt­ast ofan á efna­hagskrepp­una.

Ég skora á þing­menn alla að rísa nú und­ir þeirri ábyrgð sem þeim hef­ur verið fal­in af þjóðinni og búa svo um hnút­ana að þær viðamikl­ar björg­un­araðgerðir sem nú eru í gangi fari ekki út um þúfur í stjórn­leysi og upp­lausn. Ekk­ert okk­ar er mik­il­væg­ara en hag­ur þjóðar­inn­ar og við verðum öll að ganga í takt næstu vik­ur og mánuði þar til kjós­end­ur velja sér nýja full­trúa.

Þetta er verk­efnið sem nú blas­ir við okk­ur hér á Alþingi og við sjálf­stæðis­menn mun­um að sjálf­sögðu ekki hlaup­ast und­an þeirri ábyrgð," sagði Geir á þing­fundi í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina