Ekki verið samið um neitt

Steingrímur J. Sigfússon ræðir við fréttamenn á Bessastöðum.
Steingrímur J. Sigfússon ræðir við fréttamenn á Bessastöðum. mbl.is/Ómar

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður VG, sagði eft­ir fund með for­seta Íslands að ekki hefði verið samið um neitt milli flokks síns og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um hugs­an­lega minni­hluta­stjórn. Hann sagðist þó telja þann kost lík­leg­ast­an í stöðunni nú en lagði áherslu á að málið væri í hönd­um for­set­ans.

„Það er þó nokkuð ljóst, að það eru einkum tveir kost­ir sem menn hafa rætt. Það er ein­hvers kon­ar þjóðstjórn eða það er minni­hluta­stjórn eða stjórn til vinstri," sagði Stein­grím­ur.

Hann sagði að  yf­ir­lýs­ing­ar for­ustu­manna fyrr­um stjórn­ar­flokka í dag ykju þó ekki bjart­sýni á að þjóðstjórn allra flokka gæti orðið sterk starf­hæf stjórn. Hins veg­ar vildi hann ekki úti­loka þann kost.

Stein­grím­ur sagði að eng­ar viðræður, hvorki form­leg­ar né óform­leg­ar, hefðu farið fram í dag milli VG og Sam­fylk­ing­ar og sagði að það væri ekki rétt að búið væri að taka ákv­arðanir í stór­um drátt­um um minni­hluta­stjórn með stuðningi Fram­sókn­ar­flokks. Hann sagði að ekki stæði til að halda fundi milli flokk­anna í kvöld.

mbl.is