Geir og Ólafur á löngum fundi

Geir H. Haarde og Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum í …
Geir H. Haarde og Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum í dag. mbl.is/Rax

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, átti klukku­stund­ar­lang­an fund með Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, for­seta Íslands, á Bessa­stöðum í dag. Geir sagðist eft­ir fund­inn hafa beðist lausn­ar fyr­ir sig og ráðuneyti sitt. For­set­inn hefði fall­ist á lausn­ar­beiðnina en óskað eft­ir því að rík­is­stjórn­in sæti áfram þar til ný verður mynduð.

Geir sagði að málið væri nú und­ir verk­stjórn for­seta Íslands eins og stjórn­ar­skrá­in geri ráð fyr­ir. Hann sagði, að for­menn flokk­anna hefðu fyrr í dag átt með sér óform­leg­an fund þar sem staða mála var rædd.

Geir sagðist ekki telja heppi­legt að rjúfa þing eins og staðan sé. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn væri enn í for­ustu rík­is­stjórn­ar og hefði boðið fram krafta sína í þjóðstjórn.

Gert er ráð fyr­ir að for­menn annarra stjórn­mála­flokka gangi á fund for­seta Íslands síðar í dag og kvöld og ræði við hann um stjórn­mála­ástandið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina