Minnihlutastjórn besti kosturinn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðir við fréttamenn á Bessastöðum.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðir við fréttamenn á Bessastöðum. mbl.is/Ómar

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði eft­ir fund með Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, for­seta Íslands, á Bessa­stöðum í kvöld, að minni­hluta­stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og VG með stuðningi Fram­sókn­ar­flokks, væri vænt­an­lega besti kost­ur­inn í stöðunni. 

Þetta væri þó háð því að þess­ir tveir flokk­ar teldu sig geta unnið sam­an án vand­kvæða. Ef ekki væri þjóðstjórn senni­lega skásti kost­ur­inn.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn bauð í síðustu viku, að hann myndi verja minni­hluta­stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og VG falli fram að kosn­ing­um, sem haldn­ar yrðu í vor.

Sig­mund­ur Davíð sagði, að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn væri í end­ur­nýj­un og upp­bygg­ingu og þar á bæ litu menn svo á, að flokk­ur­inn ætti ekki að taka þátt í form­legu stjórn­ar­sam­starfi fyrr en hann væri bú­inn að fara í gegn­um kosn­ing­ar.

mbl.is