Minnihlutastjórn einn möguleikinn

Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún ráðgast nú við sitt …
Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún ráðgast nú við sitt fólk um líf ríkisstjórnarinnar. mbl.is/Ómar

Minni­hluta­stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs, und­ir for­ystu Ingi­bjarg­ar Sól­rún­ar Gísla­dótt­ur, er einn þriggja mögu­leika sem for­menn flokk­anna hafa rætt óform­lega. Fram­sókn­ar­flokk­ur og Frjáls­lyndi flokk­ur­inn myndu verja líka stjórn van­trausti.

Full­yrt er á frétta­vefn­um vísi.is, að sam­komu­lag liggi fyr­ir um slíka minni­hluta­stjórn VG og Sam­fylk­ing­ar. Þar færi Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir með verk­stjórn, yrði for­sæt­is­ráðherra og Stein­grím­ur J. Sig­fús­son sett­ist í fjár­málaráðuneytið.

Þing­flokk­ar stjórn­ar­flokk­anna þinga nú um líf rík­is­stjórn­ar Sam­fylk­ing­ar og Sjálf­stæðis­flokks. Minni­hluta­stjórn VG og Sam­fylk­ing­ar er eitt þriggja stjórn­ar­mynstra fram að kosn­ing­um 9. maí. Þjóðstjórn er enn inni í mynd­inni og  áfram­hald­andi stjórn­ar­sam­starf Sam­fylk­ing­ar og Sjálf­stæðis­flokks.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina