Stórkostlegur misskilningur forseta

Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur

„Hafi for­seti virki­lega átt við að það sé eng­inn starf­andi for­sæt­is­ráðherra í land­inu þá er það stór­kost­leg­ur og ótrú­leg­ur mis­skiln­ing­ur. Hann hlýt­ur að hafa átt við að starf­andi for­sæt­is­ráðherra hafi í raun og veru ekki eins ótví­ræðan rétt til þess að rjúfa þing og for­sæt­is­ráðherra að öllu jöfnu,“ seg­ir Guðni Th. Jó­hann­es­son sagn­fræðing­ur.

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son sagði á Bessa­stöðum í dag, að þar sem for­sæt­is­ráðherra hefði beðist lausn­ar væri eng­inn starf­andi for­sæt­is­ráðherra, sem gæti gert til­lögu um þingrof, og því væri þingrofs­vald hjá for­seta Íslands.

„Það hef­ur verið starf­andi for­sæt­is­ráðherra á Íslandi frá 1917 og það breytt­ist ekk­ert í dag,“ seg­ir Guðni. For­set­inn hafi beðið ráðherr­ana að sitja áfram og því séu ráðherr­arn­ir áfram starf­andi þótt rík­is­stjórn­in sé svo­kölluð starfs­stjórn.

„Þetta hlýt­ur að vera ein­hver mis­skiln­ing­ur. Starfs­stjórn er stjórn sem er við völd eft­ir að hafa beðist lausn­ar,“ seg­ir Guðni og ekki sé ætl­ast til þess að hún taki stefnu­mót­andi ákv­arðanir. „Ég myndi halda að ef Geir H. Haar­de vildi rjúfa þing þá mætti hann gera það.“

mbl.is