Þingheimur verður að sigla málum í höfn

Guðjón Arnar Kristjánsson.
Guðjón Arnar Kristjánsson. mbl.is/Ásdís

Guðjón Arn­ar Kristjáns­son, formaður Frjáls­lynda flokks­ins sagði dap­ur­legt að stjórn­ar­sam­starf Sjálf­stæðis­flokks og Sam­fylk­ing­ar hefði endað með því að menn stóðu upp og byrjuðu að hnýta hver í ann­an.

Guðjón Arn­ar sagði að ekki væri und­an því vikist, að þing­heim­ur all­ur komi að því að sigla mál­um í höfn. Frjáls­lyndi flokk­ur­inn væri reiðubú­inn til að taka þátt í þjóðstjórn, en nú væri eng­an veg­inn fyr­ir­séð hvort tak­ist að koma slíkri stjórn á.

Setja þurfi niður fyr­ir sér hvað gera þurfi næstu vik­ur í laga­setn­ingu og end­ur­skipu­lagn­ingu á stjórn­kerf­inu.  Mörg óvin­sæl verk þurfi að tak­ast á við á næstu mánuðum en und­an því yrði ekki vikist.

mbl.is