Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins sagði dapurlegt að stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hefði endað með því að menn stóðu upp og byrjuðu að hnýta hver í annan.
Guðjón Arnar sagði að ekki væri undan því vikist, að þingheimur allur komi að því að sigla málum í höfn. Frjálslyndi flokkurinn væri reiðubúinn til að taka þátt í þjóðstjórn, en nú væri engan veginn fyrirséð hvort takist að koma slíkri stjórn á.
Setja þurfi niður fyrir sér hvað gera þurfi næstu vikur í lagasetningu og endurskipulagningu á stjórnkerfinu. Mörg óvinsæl verk þurfi að takast á við á næstu mánuðum en undan því yrði ekki vikist.