Ingibjörg Sólrún: Þurfum öfluga starfsstjórn

Fréttamenn ræða við Ingibjörgu Sólrúnu í þinghúsinu í dag.
Fréttamenn ræða við Ingibjörgu Sólrúnu í þinghúsinu í dag. mbl.is/Golli

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir seg­ir það ein­arða skoðun Sam­fylk­ing­ar­inn­ar að það þurfi að vera öfl­ug starfs­stjórn í land­inu sem nýt­ur trausts til að tak­ast á við þau verk­efni sem framund­an eru. Því þurfi að finna traust­an og trú­verðugan ein­stak­ling til þess að leiða stjórn­ina. Ingi­björg og Geir H. Haar­de sitja nú á fundi í Alþing­is­hús­inu.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um mbl.is hef­ur verið rætt um það inn­an Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, að Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, fé­lags­málaráðherra, taki við embætti for­sæt­is­ráðherra í starfs­stjórn sem verði við völd fram að þing­kosn­ing­un­um. 

Ingi­björg Sól­rún sagði að verk­efn­in væru mörg og brýn. Ef hún á að njóta trausts þá þarf að vera góð for­ysta fyr­ir henni. Hún seg­ist ekki telja rétt að hún leiði rík­is­stjórn miðað við sín­ar per­sónu­leg­ar aðstæður.

„Sam­fylk­ing­in ger­ir kröf­ur til þess að það verði öfl­ug for­ysta fyr­ir rík­is­stjórn­inni. Trú­verðug og öfl­ug for­ysta. Við mun­um þurf­um bara að finna réttu per­són­una til að veita hana," sagði Ingi­björg Sól­rún við frétta­menn. 

Ingi­björg Sól­rún mun eiga fund með Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra þegar þing­flokks­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins lýk­ur og vildi ekki upp­lýsa frétta­menn um hver niðurstaðan var á fundi þing­flokks Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Hún seg­ist gera ráð fyr­ir að niðurstaða liggi fyr­ir í dags­lok um hver framtíð stjórn­ar­sam­starfs­ins verður.  Ástandið geti ekki verið áfram eins og það er nú. Það sem skipti máli er að rík­is­stjórn­in njóti trausts meðal fólks. Hún sagði að það hafi verið breið samstaða meðal þing­flokks­manna á fund­in­um í morg­un. „Það er mjög mik­il­vægt að okk­ar mati að hér sé kröft­ug rík­is­stjórn með öfl­uga for­ystu. Ég hef allt mitt fólk með í þessu."

Ingi­björg Sól­rún seg­ist gera ráð fyr­ir því að það eigi bæði við um hana og for­sæt­is­ráðherra að þeim veiti senni­lega ekki af að draga aðeins úr næsta mánuðinn. Því þurfi að finna traust­an og trú­verðugan ein­stak­ling til þess að leiða stjórn­ina. Sagðist Ingi­björg Sól­rún telja að Sam­fylk­ing­in sé vel í stakk búin til þess að leiða rík­is­stjórn­ina án þess þó að hún sjálf verði for­sæt­is­ráðherra. Hún úti­lokaði ekki að leitað verði út fyr­ir stjórn­mála­flokk­ana til þess. 

Hún seg­ist ekki geta gefið neitt upp um hvort rík­is­stjórn­in lifi áfram, það sé í hönd­um for­sæt­is­ráðherra.  Aðal­atriðið væri að þetta sé traust og trú­verðug for­ysta.

Þegar Ingi­björg Sól­rún var spurð hvort  til greina kæmi, að Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks, verði for­sæt­is­ráðherra svaraði hún, að það væri ekki sjálf­gefið að keflið flytt­ist með þeim hætti.

Forustumenn stjórnarandstöðunnar hafa fylgst með málum í þinnghúsinu í dag.
For­ustu­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar hafa fylgst með mál­um í þinn­ghús­inu í dag. mbl.is/​Golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina