22 ár frá stjórnarkreppu

Guðni Ágústsson og Geir H. Haarde sátu lengi saman í …
Guðni Ágústsson og Geir H. Haarde sátu lengi saman í ríkisstjórn. mbl.is/Ómar

Ísland hef­ur und­an­farna tvo ára­tugi búið við póli­tísk­an stöðug­leika. Síðasta stjórn­ar­kreppa á Íslandi var árið 1987, en þá var landið án rík­is­stjórn­ar í rúma tvo mánuði. Henni lauk með því að þriggja flokka stjórn Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Alþýðuflokks var mynduð und­ir for­ystu Þor­steins Páls­son­ar, þáver­andi for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins. Síðan þá hafa all­ar rík­is­stjórn­ir verið myndaðar á fá­ein­um dög­um og all­ar hafa þær setið út kjör­tíma­bilið nema sú sem sprakk í gær.

Stjórn Þor­steins varð skamm­líf og lauk sam­starfi henn­ar á sögu­leg­an hátt: Í beinni út­send­ingu á Stöð 2 haustið 1988 eft­ir að hafa setið í rúmt ár. „Lík­indi með nú­ver­andi stjórn og þeirri sem sat vet­ur­inn 1987-1988 eru þau að hún hrökklast frá völd­um eft­ir að hafa setið stutt,“ seg­ir Guðni Th. Jó­hann­es­son sagn­fræðing­ur. Hann seg­ir þó aðstæður allt aðrar enda hafi hrun bank­anna og fjár­málakrepp­an sett mark sitt á starf stjórn­ar­inn­ar sem féll í gær.

Guðni seg­ir að stjórn­arslit­in 1988 megi setja í sögu­legt sam­hengi. „Þriggja flokka stjórn­ir eiga sér ekki glæsta sögu á Íslandi. Það seg­ir sig eig­in­lega sjálft að það verður erfiðara að sam­ræma sjón­ar­mið þriggja flokka en tveggja. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn var auðvitað sá flokk­ur sem galt af­hroð í kosn­ing­um 1987 og því var alls ekki sjálfsagt að hann yrði sá flokk­ur sem leiddi næstu rík­is­stjórn, enda tók 74 daga að mynda stjórn,“ seg­ir Guðni. Eft­ir að stjórn­in var mynduð gekk Þor­steini Páls­syni illa að fá þá Stein­grím Her­manns­son og Jón Bald­vin Hanni­bals­son til liðs við sig í mik­il­væg­um mála­flokk­um. Því leng­ur sem þess­ir erfiðleik­ar stóðu því meira freist­andi varð að fara aðrar leiðir. Sem varð síðan til þess að Jón Bald­vin og Stein­grím­ur yf­ir­gáfu Þor­stein og mynduðu vinstri­stjórn með Alþýðubanda­lag­inu, auk Stef­áns Val­geirs­son­ar, á einni viku.

Guðni seg­ir að það sem sé ólíkt nú­ver­andi stjórn og þáver­andi sé hið góða sam­starf Ingi­bjarg­ar og Geirs. „Í þess­ari stjórn virðist hafa verið fullt traust milli formann­anna og virðist hafa verið með ágæt­um al­veg þangað til í dag [í gær].“

Óvenju­veik­ur flokk­ur

Rætur stjórnarkeppunnar sem varð eftir kosningarnar 1987 lágu m.a. í því að Sjálfstæðisflokkurinn var óvenjulega veikur eftir að Albert Guðmundsson, sem hafði verið knúinn til afsagnar sem iðnaðarráðherra skömmu fyrir kosningar vegna skattamála, stofnaði Borgaraflokkinn og hafði af Sjálfstæðisflokknum mikið fylgi og sex þingmenn.

Stjórn Fram­sókn­ar­flokks, Alþýðuflokks og Alþýðubanda­lags lenti í mikl­um erfiðleik­um haustið 1989 og fékk í kjöl­farið Borg­ara­flokk­inn til liðs við sig. Hún sat síðan til árs­ins 1991 er rík­is­stjórn Davíðs Odds­son­ar tók við völd­um en hana mynduðu Sjálf­stæðis­flokk­ur og Alþýðuflokk­ur.

Slæmt sam­band

„Það er ljóst að 1987-1988 ríkti ekki gott samband milli þessara þriggja forystumanna, Þorsteins Pálssonar, Steingríms Hermannssonar og Jóns Baldvins Hannibaldssonar. Harðar deilur voru um efnahagsmál og áður en stjórnin sprakk höfðu verið þreifingar í gangi við Alþýðubandalagið,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. Hann segir að það sem sé ólíkt með stjórninni sem nú sitji og þeirri sem sprakk 1988 sé hið góða samband og traust sem virðist hafa ríkt milli Ingibjargar og Geirs. „Hins vegar liggur fyrir að fráfarandi stjórn var komin í mikil vandræði. Hún bjó við miklar óvinsældir og talsverður þrýstingur var kominn á hana upp á síðkastið í kjölfar mótmælanna.“
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina