Áskorun frá Neyðarstjórn kvenna

Neyðar­stjórn kvenna skor­ar á for­seta, rík­is­stjórn og Alþingi Íslend­inga að skipa utanþings­stjórn yfir land­inu hið fyrsta, að því er seg­ir í áskor­un frá fé­lag­inu.

„Ráðamenn þjóðar­inn­ar verða að axla ábyrgð á því efna­hags­lega hruni sem hér hef­ur orðið með því að setja stjórn rík­is­ins í hend­urn­ar á fær­ustu sér­fræðing­um sem völ er á fram að kosn­ing­um. Nauðsyn­legt er að tryggja þrískipt­ingu valds­ins og utanþings­stjórn sem skipuð er fag­fólki og sér­fræðing­um sem ekki sitja á þingi er kjör­in leið til þess. Til að tryggja lýðræðis­legt fyr­ir­komu­lag er jafn­framt nauðsyn­legt að utanþings­stjórn sé skipuð jafn­mörg­um kon­um og körl­um."


mbl.is

Bloggað um frétt­ina