Flokksráð VG boðað til fundar

Flokks­ráðsfund­ur Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs verður hald­inn klukk­an 20.30 í kvöld á Grand Hót­eli í Reykja­vík. Fram kem­ur í fund­ar­boði, að lög VG kveði á um sam­ráð þing­flokks og flokks­ráðs komi til stjórn­ar­mynd­un­ar með þátt­töku flokks­ins.

Í flokks­ráði sitja 30 full­trú­ar kjörn­ir á lands­fundi en auk þeirra eiga sæti í ráðinu all­ir kjörn­ir sveita­stjórn­ar­full­trú­ar, alþing­is­menn, varaþing­menn, formaður Ungra Vinstri grænna, for­menn svæðis­fé­laga og for­menn kjör­dæm­is­ráða.

mbl.is