Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs verður haldinn klukkan 20.30 í kvöld á Grand Hóteli í Reykjavík. Fram kemur í fundarboði, að lög VG kveði á um samráð þingflokks og flokksráðs komi til stjórnarmyndunar með þátttöku flokksins.
Í flokksráði sitja 30 fulltrúar kjörnir á landsfundi en auk þeirra eiga
sæti í ráðinu allir kjörnir sveitastjórnarfulltrúar, alþingismenn,
varaþingmenn, formaður Ungra Vinstri grænna, formenn svæðisfélaga og formenn
kjördæmisráða.