Forsetinn útvíkkar vald sitt

Ólafur Ragnar Grímsson forseti ræðir við og Ólaf Þ. Harðarson.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti ræðir við og Ólaf Þ. Harðarson. Kristinn Ingvarsson

„Sú kenn­ing hef­ur verið sett fram af ýms­um að for­sæt­is­ráðherra hafi þingrofs­rétt­inn einn og sér. Þetta er mis­skiln­ing­ur á ís­lenskri stjórn­skip­un,“ sagði Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son for­seti á blaðamanna­fundi á Bessa­stöðum í gær.

Á fund­in­um til­tók Ólaf­ur jafn­framt fjög­ur atriði sem um­fram allt þyrftu að setja svip á þær ákv­arðanir sem tekn­ar verða á næstu dög­um. Og markaði með því stjórn­ar­mynd­un­inni far­veg.

„For­sæt­is­ráðherra hef­ur til­lögu­rétt um þingrof og síðan er það sjálf­stætt mat for­seta eins og dæm­in sanna úr ís­lenskri sögu hvort hann verður við því eða ekki. [...]Frá og með þess­ari stundu er ekki starf­andi neinn for­sæt­is­ráðherra í land­inu sem get­ur gert til­lögu um þingrof og sam­kvæmt stjórn­skip­un er það þess vegna al­farið í hönd­um for­set­ans,“ sagði Ólaf­ur.

„Þetta geng­ur þvert á það sem maður myndi ætla að stjórn­ar­skrá­in fæli í sér,“ seg­ir Björg Thor­ar­en­sen, pró­fess­or í stjórn­skip­un­ar­rétti við laga­deild Há­skóla Íslands, um um­mæli Ólafs Ragn­ars. „Ég held að það liggi al­veg ljóst fyr­ir að frum­kvæðis­rétt­ur­inn er að öllu leyti hjá ráðherra, en ekki hjá for­seta. Það er al­veg ótví­rætt,“ seg­ir Björg.

„Hafi for­seti virki­lega átt við að það sé eng­inn starf­andi for­sæt­is­ráðherra í land­inu þá er það stór­kost­leg­ur og ótrú­leg­ur mis­skiln­ing­ur,“ seg­ir Guðni Th. Jó­hann­es­son sagn­fræðing­ur.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: