Hittast kl. 14 í dag

Steingrímur J. Sigfússon og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir yfirgefa Bessastaði
Steingrímur J. Sigfússon og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir yfirgefa Bessastaði mbl.is/Rax

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son og Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir halda nú til fund­ar við sína eig­in flokks­menn en gera ráð fyr­ir að hitt­ast á fundi kl. 14 í dag til að ræða mögu­lega mynd­un minni­hluta­stjórn­ar.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is eru all­ar lík­ur á að Jó­hanna Sig­urðardótt­ir setj­ist í stól for­sæt­is­ráðherra og að Stein­grím­ur J. Sig­fús­son verði fjár­málaráðherra. Ögmund­ur Jónas­son yrði hugs­an­lega heil­brigðisráðherra. Ekk­ert er þó form­lega ákveðið í þess­um efn­um.

Enn er óljóst hvort Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir ætl­ar sér að sitja í rík­is­stjórn­inni eða hvort hún hverf­ur frá vegna veik­inda. Sitji hún áfram má ætla að hún haldi áfram sem ut­an­rík­is­ráðherra. Össur Skarp­héðins­son verður að lík­ind­um áfram iðnaðarráðherra og nafn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur hef­ur verið nefnt í tengsl­um við mennta­málaráðuneytið. Uppi eru hug­mynd­ir um að fækka ráðherr­um en ekk­ert ligg­ur fyr­ir hvað yrði í þeim efn­um.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn myndi verja rík­is­stjórn­ina falli og að lík­ind­um fá í sinn hlut embætti for­seta Alþing­is. Þá er mögu­legt að Frjáls­lyndi flokk­ur­inn hafi líka aðkomu að sam­starf­inu og hef­ur nafn Guðjóns Arn­ars Kristjáns­son­ar verið orðað við for­mennsku í sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­nefnd.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina