Lítil reynsla hér af minnihlutastjórnum

Frá Alþingi
Frá Alþingi mbl.is/Ómar

Þótt rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar og Sjálf­stæðis­flokks sé fall­in er ljóst að ein­hvers kon­ar rík­is­stjórn þarf að starfa fram að næstu kosn­ing­um, sem fyr­ir­hugaðar eru í vor, svo landið verði ekki stjórn­laust á meðan. En hvers kon­ar stjórn verður það? Sum­ir kalla eft­ir minni­hluta­stjórn, aðrir eft­ir þjóðstjórn, meðan marg­ir kjósa helst að fá utanþings­stjórn og ein­hverj­ir nefna starfs­stjórn. En hver er mun­ur­inn á þess­um fjór­um teg­und­um stjórna?

Und­ir öll­um venju­leg­um kring­um­stæðum, þegar for­svars­menn sam­starfs­flokka í rík­is­stjórn kom­ast að þeirri niður­stöðu að þeir geti ekki starfað áfram sam­an, er venj­an sú að for­seti Íslands feli frá­far­andi rík­is­stjórn að sitja áfram sem starfs­stjórn eða bráðabirgðastjórn þar til ný rík­is­stjórn hef­ur verið mynduð, t.d. eft­ir kosn­ing­ar, til að tryggja að landið sé ekki stjórn­laust. Slíkri starfs­stjórn er í reynd ekki ætlað að hafa neitt nýtt póli­tískt frum­kvæði fram að kom­andi kosn­ing­um.

Flest­ar þær stjórn­ir sem hafa sprungið hér­lend­is hafa orðið við ósk for­set­ans og setið fram að kosn­ing­um. Þó eru dæmi þess að stjórn­ar­sam­starf hafi sprungið með slík­um hvelli að for­svars­menn flokk­anna hafi ekki talið sig geta orðið við þeirri ósk að starfa áfram í bráðabirgðastjórn og hef­ur þá stund­um verið gripið til þess ráðs að mynda minni­hluta­stjórn. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Gunn­ari Helga Krist­ins­syni, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við HÍ, hafa aðeins verið myndaðar þrjár minni­hluta­stjórn­ir hér­lend­is.

1949-50 leiddi Ólaf­ur Thors minni­hluta­stjórn Sjálf­stæðis­flokks, 1958-59 leiddi Emil Jóns­son minni­hluta­stjórn Alþýðuflokks studda Sjálf­stæðis­flokkn­um og 1979-80 tók Alþýðuflokk­ur­inn við stjórn­artaum­um lands­ins, með Bene­dikt Grön­dal sem for­sæt­is­ráðherra, eft­ir að vinstri­stjórn Fram­sókn­ar­flokks, Alþýðubanda­lags og Alþýðuflokks sprakk.

Nán­ar er fjallað um málið í Mor­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: