Minn tími mun koma, sagði Jóhanna 1994

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir mbl.is/Frikki

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir tapaði fyr­ir Jóni Bald­vini Hanni­bals­syni í for­manns­kjöri á flokksþingi Alþýðuflokks­ins í júní árið 1994. Er úr­slit lágu fyr­ir hélt Jó­hanna ræðu þar sem hún sagðist ganga ósár frá þess­um leik þótt hún hefði tapað einni orr­ustu við Jón Bald­vin. „Ósig­ur er ekki enda­lok alls, því í sigri geta ræt­ur ósig­urs leynst en í ósigri ræt­ur vel­gengni. Minn tími mun koma,“ voru eft­ir­minni­leg loka­orð henn­ar í ræðu á flokksþing­inu.

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, gerði í gær til­lögu um að Jó­hanna Sig­urðardótt­ir tæki við sem for­sæt­is­ráðherra. Ingi­björg sagði að Jó­hanna væri í raun tákn­gerv­ing­ur fyr­ir það sem gera þyrfti.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina