Sigmundur Davíð kemur á fund

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðir við fréttamenn á Bessastöðum í gærkvöldi.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðir við fréttamenn á Bessastöðum í gærkvöldi. mbl.is/Ómar

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, er nú kom­inn til fund­ar við for­ustu­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og VG í Alþing­is­hús­inu en form­leg­ur fund­ur um stjórn­ar­mynd­un hef­ur staðið þar yfir síðan klukk­an 14. 

Guðjón Arn­ar Kristjáns­son hef­ur verið boðaður á fund­inn kl. 17:30 og upp úr því má vænta yf­ir­lýs­inga um hvert fram­haldið verður. Ekki er þó lík­legt að stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum verði lokið í kvöld en sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is er von­ast til að ný rík­is­stjórn taki við stjórn­arataum­un­um fyr­ir helgi.

For­seti Íslands fól í morg­un for­mönn­um Sam­fylk­ing­ar og VG að ræða um mynd­un minni­hluta­stjórn­ar, sem nyti stuðnings Fram­sókn­ar­flokks­ins og hugs­an­lega einnig Frjáls­lynda flokks­ins.

Hluti Sjálf­stæðism­ana hef­ur einnig fundað í Alþing­is­hús­inu í dag en þing­flokk­ur­inn tek­ur nú við nýju hlut­verki, þ.e. að vera í stjórn­ar­and­stöðu. Aðeins einn þingmaður í flokkn­um hef­ur áður verið í stjórn­ar­and­stöðu og það er Geir H. Haar­de, frá­far­andi for­sæt­is­ráðherra. Aðrir þing­menn hafa alltaf verið í stjórn­ar­liðinu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina