Times: „Óvinsælasti maður Íslands?"

Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans
Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans Sverrir Vilhelmsson

„Er þetta óvin­sæl­asti maður­inn á Íslandi?" seg­ir í fyr­ir­sögn á vef Times og er þar vísað til Davíðs Odds­son­ar, seðlabanka­stjóra. Kem­ur fram að rík­is­stjórn Íslands hafi fallið und­ir hávaða frá skeiðum og pönn­um. Það sé hins veg­ar ein­ung­is fyrsta vígið sem falli að kröfu mót­mæl­enda, næst sé það Davíð Odds­son.

Seg­ir blaðamaður Times að það sé skilj­an­legt að Davíð verði lát­inn víkja þar sem hann hafi haft næg­ar upp­lýs­ing­ar und­ir hönd­um um að eitt­hvað væri að á Íslandi, að fjár­mála­geir­inn væri orðinn stjórn­laus. 

Seg­ir grein­ar­höf­und­ur að Davíð hafi virt skila­boðin að vett­ugi, kannski vegna for­sögu sinn­ar sem hin nor­ræna tákn­mynd Marga­ret­ar Thatcher.

Fjallað er um vináttu Davíðs og Geirs H. Haar­de, frá­far­andi for­sæt­is­ráðherra, og það mikla vald sem Davíð hafði yfir Sjálf­stæðis­flokkn­um. Náið sam­band milli ráðherra og seðlabanka­stjóra hafi ávallt komið upp í efna­hagskrepp­um ríkja, allt frá Eystra­salts­ríkj­un­um til Balk­anskag­ans.

Grein­in í heild
mbl.is

Bloggað um frétt­ina