Bjartsýn á framhaldið

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Steingrímur J. Sigfússon tala við blaðamenn …
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Steingrímur J. Sigfússon tala við blaðamenn í Alþingishúsinu í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs, munu halda áfram í fyrra­málið en í kvöld fer fram vinna í mál­efna­hóp­um. Hlé var gert á fundi flokk­anna í Alþing­is­hús­inu und­ir kvöld. For­menn flokk­anna sögðust bjart­sýn­ir á fram­haldið.

„Þegar mál­efna­vinn­unni er lokið mun­um við ræða verka­skipt­ing­una milli flokk­anna,“ sagði Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, en átti ekki von á að niðurstaða feng­ist fyrr en á morg­un. Nefndi hún m.a. að ráðast þyrfti í mikl­ar aðgerðir til að bæta hag heim­il­anna og fyr­ir­tækja og að fara þyrfti fram ein­hvers kon­ar siðbót. Í því sam­bandi nefndi hún m.a. að breyta þyrfti lög­um um ráðherra­ábyrgð, setja siðaregl­ur og tryggja fag­lega stjórn Seðlabank­ans. 

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður VG, tók í sama streng og áréttaði að þing­flokk­ar beggja flokk­anna ættu aðkomu að mál­inu. „Við nálg­umst þetta þannig að draga fram mik­il­væg­ustu atriðin og hafa þetta fá, skýr og mik­il­væg atriði sem mest ligg­ur á að vinna og vera ekki að flækja mál­in með öðru,“ sagði Stein­grím­ur.

Ljóst er orðið að Jó­hanna Sig­urðardótt­ir muni veita rík­is­stjórn­inni for­ystu en að öðru leyti vildu for­menn­irn­ir ekk­ert gefa uppi um önn­ur ráðherra­embætti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina