Fagna hvalveiðum

Útvegs­manna­fé­lag Snæ­fells­ness, stjórn Útvegs­manna­fé­lag Aust­fjarða og stjórn Útvegs­bænda­fé­lags Vest­manna­eyja hafa sent frá sér til­kynn­ing­ar um að þau styðji við ákvörðun sjáv­ar­út­vegs­ráðherra um að heim­ila hval­veiðar í at­vinnu­skyni.

„Útvegs­manna­fé­lag Snæ­fells­ness styður heils­hug­ar þá ákvörðun Ein­ars K. Guðfinns­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, að heim­ila hval­veiðar í at­vinnu­skyni í sum­ar."

„ Stjórn Útvegs­manna­fé­lag Aust­fjarða fagn­ar þeirri ákvörðun sjáv­ar­út­vegs­ráðherra að gefa út hval­veiðikvóta og tel­ur það gefa þess­ari ákvörðun aukið vægi að hún skuli vera til fimm ára."

„Stjórn Útvegs­bænda­fé­lags Vest­manna­eyja fagn­ar þeirri ákvörðun Ein­ars K. Guðfinns­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, að heim­ila hval­veiðar í at­vinnu­skyni. Hval­veiðar hafa í för með sér at­vinnu­sköp­un og út­flutn­ings­tekj­ur," að því er seg­ir í álykt­un­um sem fé­lög­in hafa sent frá sér.

mbl.is