Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, sagði nú síðdegis að fullur gangur væri í stjórnarmyndunarviðræðum Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. Steingrímur fór fyrir skömmu á fund Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, sem ekki hefur setið fund flokkanna í Alþingishúsinu í dag.