Fundað um stjórnarmyndun

Steingrímur J. Sigfússon mætir á fundinn.
Steingrímur J. Sigfússon mætir á fundinn. mbl.is/Rax

Nýr form­leg­ur fund­ur full­trúa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs um mynd­un minni­hluta­stjórn­ar hófst í Alþing­is­hús­inu klukk­an 10.  Meðal þeirra sem taka þátt í viðræðunum er Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, sem er for­sæt­is­ráðherra­efni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Fyrsti fund­ur­inn var hald­inn í gær og stóð í fjór­ar klukku­stund­ir en vinnu var haldið áfram í mál­efna­hóp­um í gær­kvöldi.

Viðræður flokk­anna um minni­hluta­stjórn eru langt á veg komn­ar og bú­ist við að þeim ljúki í kvöld eða á morg­un. Nokk­ur áherslu­atriði hafa komið upp sem flokk­ana grein­ir á um. Helst ber að nefna kjör­dag þing­kosn­inga en Vinstri græn­ir vilja kjósa mun fyrr en Sam­fylk­ing­in eða fyr­ir páska, í lok mars eða byrj­un apr­íl­mánaðar.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins eru hvorki Sam­fylk­ing­in né Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem lýst hef­ur vilja til að verja stjórn­ina van­trausti, til­bú­in að styðja boðað frum­varp VG um fryst­ingu eigna auðmanna. Er það talið geta stang­ast á við stjórn­ar­skrá og lög. 

Flokk­arn­ir eru sam­kvæmt upp­lýs­ing­um blaðsins sam­mála um flest meg­in­at­riði við verk­stjórn­ina til kosn­inga eins og aðgerðir til að bjarga heim­il­um og fyr­ir­tækj­um í land­inu, breyt­ing­ar á banka­stjórn Seðlabank­ans, end­ur­skoðun á skipu­lags­breyt­ing­um í heil­brigðis­kerf­inu og af­nám eft­ir­launa­lag­anna.

Jóhanna Sigurðardóttir stýrir fundinum í fjarveru Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.
Jó­hanna Sig­urðardótt­ir stýr­ir fund­in­um í fjar­veru Ingi­bjarg­ar Sól­rún­ar Gísla­dótt­ur. mbl.is/​RAX
Össur mætir á fundinn
Össur mæt­ir á fund­inn mbl.is/​Rax
mbl.is

Bloggað um frétt­ina