Hægt að draga hvalveiðileyfi til baka

mbl.is/ÞÖK

Lík­legt þykir að ný rík­is­stjórn geti dregið til baka ákvörðun sjáv­ar­út­vegs­ráðherra um að heim­ila hval­veiðar. Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir um­hverf­is­ráðherra og Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir, þingmaður VG, gagn­rýna sjáv­ar­út­vegs­ráðherra fyr­ir að taka ákvörðun í slíku máli á síðustu dög­um stjórn­ar­inn­ar.

Kol­brún seg­ist ætla að sjá til þess að málið verði rætt, tak­ist stjórn­ar­mynd­un þess­ara tveggja flokka. Þór­unn tel­ur lík­legt að sjáv­ar­út­vegs­ráðherra úr röðum ann­ars hvors flokks­ins myndi breyta ákvörðun ráðherr­ans.

Ein­ar K. Guðfinns­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra seg­ir eng­an vafa leika á um að hann hafi heim­ild til að leyfa hval­veiðar. Vís­ar hann til þess að sum­arið 2007, þegar hann ákvað að halda áfram at­vinnu­veiðum, hafi það komið fram hjá Sam­fylk­ing­unni að sjáv­ar­út­vegs­ráðherra hefði stjórn­skipu­legt for­ræði á út­gáfu reglu­gerða af þessu tagi.

Spurn­ing vakn­ar um það hvort ný rík­is­stjórn geti dregið reglu­gerðina til baka. Björg Thor­ar­en­sen laga­pró­fess­or tel­ur að á meðan ekki hafi stofn­ast rétt­indi hjá ein­stak­ling­um vegna ákvörðunar ráðherra ætti að vera hægt að breyta henni án þess að það bakaði rík­inu skaðabóta­ábyrgð. Hún tek­ur fram að hún þekki ekki þetta til­tekna mál.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: