Sjómannasambandið fagnar hvalveiðum

Sjó­manna­sam­bands Íslands fagn­ar ákvörðun sjáv­ar­út­vegs­ráðherra um að heim­ila hval­veiðar að nýju. Ákvörðun ráðherra er í sam­ræmi við þá stefnu sem Sjó­manna­sam­band Íslands hef­ur haft í þess­um mál­um.

„Á þing­um Sjó­manna­sam­bands Íslands hef­ur marg oft verið bent á nauðsyn hval­veiða í at­vinnu­skyni m.a. til að viðhalda eðli­legu jafn­vægi í líf­ríki hafs­ins. 26. þing Sjó­manna­sam­bands Íslands fagn­ar því sér­stak­lega að nú hef­ur verið opnað fyr­ir inn­flutn­ing og sölu á hval­kjöti til Jap­ans. Í þeim efna­hagsþreng­ing­um sem nú ríkja er nauðsyn­legt að nýta öll at­vinnu­tæki­færi sem til­tæk eru, þar með talið að veiða hvali. Með opn­un markaða fyr­ir hval­kjöt er ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að nýta þessa auðlind á sjálf­bær­an og ábyrg­an hátt. Þingið skor­ar á stjórn­völd að heim­ila bæði veiðar á Hrefnu og stór­hvöl­um á næsta ári. Þingið ít­rek­ar fyrri skoðun um að hval­veiðar í at­vinnu­skyni og starf­semi tengd hvala­skoðun­ar­ferðum með ferðamenn geti vel farið sam­an.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina