Gáttuð á ákvörðuninni

mbl.is/ÞÖK

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, til­von­andi for­sæt­is­ráðherra, sagðist gáttuð á þeirri ákvörðun Ein­ars K. Guðfinns­son­ar, frá­far­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, að leyfa hval­veiðar á sín­um síðustu dög­um í embætti og átti von á því að ný rík­is­stjórn myndi draga hana til baka.

Ákvörðunin væri um­deild og bætti ekki ímynd Íslands út á við. „Við þurf­um ekki bara sátt hér inn­an­lands við fólkið í land­inu. Við þurf­um að auka trúnað líka í alþjóðasam­fé­lag­inu gagn­vart Íslandi,“ sagði Jó­hanna Sig­urðardótt­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: