Jóhanna Sigurðardóttir, tilvonandi forsætisráðherra, sagðist gáttuð á þeirri ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar, fráfarandi sjávarútvegsráðherra, að leyfa hvalveiðar á sínum síðustu dögum í embætti og átti von á því að ný ríkisstjórn myndi draga hana til baka.
Ákvörðunin væri umdeild og bætti ekki ímynd Íslands út á við. „Við þurfum ekki bara sátt hér innanlands við fólkið í landinu. Við þurfum að auka trúnað líka í alþjóðasamfélaginu gagnvart Íslandi,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir.