Kerfið var rotið

Álfheiður Ingadóttir.
Álfheiður Ingadóttir.

„Það er eng­inn að segja að þetta eigi að vera auðvelt. Íslenska fjár­mála­kerfið var rotið og spillt og gríðarlega flókið, til þess fallið að ekki væri hægt að koma hönd­um yfir eign­ir, þannig að all­ar aðgerðir til þess að nálg­ast þess­ar eign­ir verða erfiðar, það er óhjá­kvæmi­legt,“ seg­ir Álf­heiður Inga­dótt­ir, þingmaður Vinstri grænna.

Flokk­ur­inn hyggst nú fylgja eft­ir frum­varpi sem lagt var fyr­ir Alþingi þann 25. nóv­em­ber síðastliðinn um kyrr­setn­ingu eigna fyrr­ver­andi eig­enda og stjórn­enda bank­anna. Ýmsir hafa bent á að erfitt væri að fram­fylgja þessu, m.a. þar sem eigna­net þess­ara manna og eign­ar­halds­fé­laga sé flókið bæði hér­lend­is og er­lend­is.

Þá hef­ur því verið haldið fram að frum­varpið stand­ist ekki stjórn­ar­skrána. Álf­heiður bend­ir á að sama gagn­rýni hafi beinst gegn neyðarlög­un­um og þetta sé hugsað sem viðbót við þau lög. „Þetta eru sömu rök og þá er ná­kvæm­lega því sama til að svara, að þetta eru óvenju­leg­ar aðstæður sem krefjast óvenju­legra lausna.“

Álf­heiður legg­ur áherslu á að ekki sé um eigna­upp­töku að ræða held­ur tíma­bundna aðgerð á meðan rann­sókn fari fram. Eft­ir að búið sé að kyrr­setja eign­ir hljóti það að vera sam­eig­in­legt hags­muna­mál þess sem á eign­ina og yf­ir­valds­ins að rann­sókn­inni ljúki sem fyrst en drag­ist ekki. Eign­inni verði svo skilað ef ekk­ert sak­næmt sann­ast.

Hún bend­ir auk þess á að í ná­granna­lönd­un­um séu ýms­ar víðtæk­ar kyrr­setn­ing­ar­heim­ild­ir og for­dæmi þess að þeim sé beitt. Hún lít­ur svo á að með þessu sé verið að tryggja rétt­ar­stöðu skatt­greiðenda, gagn­vart þeim sem hafi „sópað til sín eign­um og með skipu­lögðum hætti flutt í skatta­skjól úr land­inu, bæði fyr­ir hrunið og að því er manni sýn­ist líka eft­ir hrunið.“


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: