Gylfi tók ráðherraboði

Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon

Vinstri græn og Sam­fylk­ing­in töldu nauðsyn­legt að efla traust á mála­flokki viðskiptaráðherra, sem meðal ann­ars er yf­ir­maður Fjár­mála­eft­ir­lits­ins og banka­mála, og því leituðu flokk­arn­ir til Gylfa Magnús­son­ar, dós­ents í hag­fræði við Há­skóla Íslands. Hann ákvað í gær að taka boði flokk­anna tveggja um að verða viðskiptaráðherra.

Áhersla hef­ur verið lögð á það í viðræðum flokk­anna að ráðist verði í breyt­ing­ar á æðstu stjórn Seðlabanka Íslands. Nú­ver­andi stjórn, með Davíð Odds­son sem formann, verði vikið frá. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins hef­ur Már Guðmunds­son, fyrr­ver­andi aðal­hag­fræðing­ur Seðlabank­ans og nú­ver­andi aðstoðarfram­kvæmda­stjóri pen­inga­mála- og hag­fræðisviðs Alþjóðagreiðslu­bank­ans, verið beðinn um að verða yf­ir­maður bank­ans. Þá hef­ur verið lagt hart að Björgu Thor­ar­en­sen, pró­fess­or í lög­fræði við Há­skóla Íslands, að verða dóms- og kirkju­málaráðherra.

Í hnot­skurn
» Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Steingrímur J. Sigfússon luku fundi um skiptingu ráðuneyta skömmu eftir miðnætti í gær.
» Ekki lá ljóst fyrir hvernig skipting ráðuneyta verður að loknum fundi.
Gylfi Magnússon ásamt Páli Gunnari Pálssyni forstjóra Samkeppniseftirlitsins en Gylfi …
Gylfi Magnús­son ásamt Páli Gunn­ari Páls­syni for­stjóra Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins en Gylfi er stjórn­ar­formaður eft­ir­lits­ins mbl.is/​Golli
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina