Ögmundur verður ráðherra

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson mbl.is/ÞÖK

Ögmund­ur Jónas­son, formaður BSRB og þing­flokks­formaður VG, skýrði frá því á stjórn­ar­fundi banda­lags­ins í dag að hann óskaði eft­ir heim­ild stjórn­ar til að draga sig í hlé frá störf­um fyr­ir BSRB fram yfir næstu alþing­is­kosn­ing­ar þar sem hann er í þann veg­inn að taka sæti í rík­is­stjórn sem ráðherra. Heim­ild­ir herma að Ögmund­ur muni taka við heil­brigðisráðuneyt­inu af Guðlaugi Þór Þórðar­syni sem læt­ur af embætti er ný rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og VG tek­ur við stjórn­artaum­un­um.

Fyrsti vara­formaður BSRB er Árni Stefán Jóns­son og Elín Björg Jóns­dótt­ir er ann­ar vara­formaður. Þau munu verða í for­svari fyr­ir BSRB í fjar­veru Ögmund­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina