Bjarni staðfestir framboð

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson mbl.is

Bjarni Bene­dikts­son þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur tekið ákvörðun um að bjóða sig fram til for­manns flokks­ins á kom­andi lands­fundi, sem hald­inn verður í mars. Þetta kom fram í kvöld­frétt­um Sjón­varps­ins.

Bjarni hef­ur lengi verið orðaður við for­mann­sembættið, ekki síst eft­ir að Geir H. Haar­de frá­far­andi for­sæt­is­ráðherra til­kynnti að hann hyggðist ekki sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri. Bjarni er sá fyrsti sem til­kynn­ir um fram­boð, en vanga­velt­ur hafa einnig verið uppi um ýms­ir aðrir séu lík­leg­ir kandí­dat­ar, s.s. Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir og Kristján Þór Júlí­us­son.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina