Hallur Magnússon býður sig fram fyrir Framsóknarflokkinn

Hallur Magnússon
Hallur Magnússon

Hall­ur Magnús­son hef­ur ákveðið að bjóða sig fram í eitt af efstu sæt­um á fram­boðslista Fram­sókn­ar­flokks­ins í öðru af tveim­ur kjör­dæm­um Reykja­vík­ur fyr­ir kom­andi Alþing­is­kosn­ing­ar.

Hall­ur seg­ir spenn­andi tíma framund­an. Krafa þjóðar­inn­ar um breyt­ing­ar og beinna lýðræði sé áber­andi og það sé í anda þess sem hann hafi lagt áherslu á í gegn­um tíðina.

Hall­ur hef­ur tekið þátt í starfi Fram­sókn­ar­flokks­ins í rúm­an ald­ar­fjórðung. Hann seg­ir grund­vall­ar­hug­sjón­ir og stefnu Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa gegn­um tíðina fallið að hug­mynda­fræði sinni en hann hafi verið ófeim­inn við að gagn­rýna það sem hon­um hafi fund­ist ámæl­is­vert í fram­kvæmd grund­vall­ar­stefnu flokks­ins.

„Á sögu­legu  flokksþingi Fram­sókn­ar­flokks­ins fyrr í þess­um mánuði var nýtt upp­haf markað og nýj­ar lín­ur lagðar. Það er mitt mat að afar vel hafi tek­ist til og að framtíð Fram­sókn­ar­flokks­ins sé björt und­ir ferskri for­ystu Sig­mund­ar B. Gunn­laugs­son­ar sem vakið hef­ur von Íslend­inga um nýja og sann­gjarn­ari tíma í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Ég hef því ákveðið í sam­ráði við fjöl­skyldu mín að bjóða mig fram í eitt af efstu sæt­um á fram­boðslista Fram­sókn­ar­flokks­ins í öðru af tveim­ur kjör­dæm­um Reykja­vík­ur fyr­ir kom­andi Alþing­is­kosn­ing­ar,“ seg­ir Hall­ur í yf­ir­lýs­ingu sinni.

Hann seg­ir ákvörðun­ina tekna að vel yf­ir­lögðu ráði og tvennt hafi einkum ráðið henni.

„Í fyrsta lagi eru gríðar­stór verk­efni framund­an og það er bjarg­föst trú mín að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn geti gengt lyk­il­hlut­verki við end­ur­reisn ís­lensks efna­hags­lífs. Þar er ég til­bú­inn að ljá mína krafta. Í öðru lagi hafa ýms­ir ein­stak­ling­ar jafnt inn flokks sem utan hvatt mig til að fara fram.  Þær hvatn­ing­ar réðu ekki úr­slit­um en höfðu vissu­lega áhrif.  Ég mun kynna mig og helstu bar­áttu­mál bet­ur á næstu dög­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina