Ný stjórn hefur 83 daga til stefnu

mbl.is/Ómar

Alþing­is­kosn­ing­ar fara fram laug­ar­dag­inn 25. apríl, sam­kvæmt sam­komu­lagi Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Fram­sókn­ar­flokks. Ný rík­is­stjórn und­ir for­sæti Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, hef­ur því 83 daga til að hrinda í fram­kvæmd sín­um efna­hagsaðgerðum, meðal ann­ars aðgerðum til bjarg­ar heim­il­um og fyr­ir­tækj­um.

Reiknað er með að ný rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar og VG taki við á rík­is­ráðsfundi á Bessa­stöðum eft­ir há­degið á morg­un, að lokn­um rík­is­ráðsfundi með frá­far­andi rík­is­stjórn Geirs H. Haar­de.

Þing­flokk­ur VG hitt­ist í fyrra­málið þar sem ráðherralisti flokks­ins verður af­greidd­ur. Þá kem­ur þing­flokk­ur Sam­fylk­ing­ar til fund­ar klukk­an 9 í fyrra­málið og geng­ur frá sín­um ráðherralista. Að lokn­um þing­flokks­fundi Sam­fylk­ing­ar hitt­ist flokks­stjórn­in en það er sú stofn­un sem end­an­lega bless­ar vænt­an­legt rík­is­stjórn­ar­sam­starf.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina