Ólík fyrri stjórnum

Helgi Skúli Kjartansson.
Helgi Skúli Kjartansson. mbl.is/Kristinn

Minni­hluta­stjórn­in sem nú er í fæðingu er á marg­an hátt ósam­bæri­leg við fyrri minni­hluta­stjórn­ir lýðveld­is­ins, að mati Helga Skúla Kjart­ans­son­ar, pró­fess­ors í sagn­fræði við Há­skóla Íslands.

„Stjórn­ir Em­ils Jóns­son­ar (des­em­ber 1958 til nóv­em­ber 1959) og Bene­dikts Grön­dals (októ­ber 1979 til fe­brú­ar 1980) voru eins flokks stjórn­ir Alþýðuflokks með stuðningi Sjálf­stæðis­flokks og þess vegna var eng­inn samn­ing­ur milli stjórn­ar­flokk­anna eins og núna. Það bar a.m.k. ekki á því út á við að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn setti þess­um stjórn­um nein ná­kvæm skil­yrði.“

Sú þriðja lifði í þrjá mánuði

Helgi Skúli segir Ólaf Thors hafa leitt þriðju minnihlutastjórnina, stjórn Sjálfstæðisflokksins frá desember 1949 til mars 1950, stjórn sem hafi staðið ein síns liðs.

Innt­ur eft­ir því hverju þess­ar þrjár stjórn­ir komu í verk seg­ir Helgi Skúli að stjórn Em­ils hafi hafið veiga­mikl­ar efna­hagsaðgerðir sem hafi verið und­an­fari viðreisn­ar­inn­ar, auk þess sem hún hafi komið á kjör­dæma­breyt­ingu.

Stjórn Ólafs Thors hafi á sín­um stutta valda­tíma und­ir­búið ger­breyt­ingu í hag­stjórn lands­ins, sem hafi ekki orðið að veru­leika fyrr en eft­ir stjórn­ar­skipti. Þá hafi það meðal ann­ars komið í hlut stjórn­ar Bene­dikts að fram­kvæma mynt­breyt­ing­una. baldura@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: