Birni þótti lítið leggjast fyrir Jóhönnu

mbl.is/Ómar

„Jó­hanna Sig­urðardótt­ir fór ekki vel af stað á blaðamanna­fundi um nýja ver­káætl­un stjórn­ar sinn­ar í dag, þegar hún sakaði mig um að vera svifa­seinn sem ráðherra og vísaði þar til frum­varps um skuldaaðlög­un,“ skrif­ar Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra á vefsíðu sína.

Björn seg­ir frum­varpið ein­fald­lega liggja óaf­greitt í þing­flokki Sam­fylk­ing­ar við stjórn­ar­skipti í þeim bún­ingi, sem það var flutt af Birni að feng­inni til­lögu réttar­fars­nefnd­ar, eft­ir af­greiðslu rík­is­stjórn­ar­inn­ar og þing­flokks sjálf­stæðismanna.

Björn seg­ir frum­varpið hafa taf­ist fyr­ir ára­mót vegna yf­ir­ferðar í ráðuneyti Jó­hönnu, sem síðan sagðist vera sama sinn­is og viðskiptaráðuneytið, en það fékk málið einnig til skoðunar.

„Lík­lega lít­ur Jó­hanna nú á það sem tíma­sóun, að það skuli hafa verið leitað álits í ráðuneyti henn­ar. Margt er unnt að skamma mig fyr­ir sem ráðherra, en ég held, að fáir, sem þekkja mín vinnu­brögð, taki und­ir þá skoðun Jó­hönnu, að ég hafi verið svifa­seinn. Ég hlustaði á þessa röngu frá­sögn verðandi for­sæt­is­ráðherra, þegar ég ók á minn síðasta rík­is­ráðsfund á Bessa­stöðum. Þótti mér lítið leggj­ast fyr­ir Jó­hönnu með þess­um orðum henn­ar og ekki gefa mér góða mynd af vænt­an­leg­um starfs­hátt­um,“ skrif­ar Björn Bjarna­son.

Vef­ur Björns Bjarna­son­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina