Ingibjörg komin á Bessastaði

mbl.is/Ómar

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og frá­far­andi ut­an­rík­is­ráðherra, gekk á fund Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, for­seta Íslands á Bessa­stöðum nú í há­deg­inu.

Þar ger­ir hún for­set­an­um grein fyr­ir niður­stöðum viðræðna sem fram hafa farið um stjórn­ar­mynd­un síðustu daga. Jafn­framt mun hún skila af sér umboði til stjórn­ar­mynd­un­ar en Jó­hanna Sig­urðardótt­ir geng­ur á fund for­seta klukk­an 13 og fær form­legt umboð til stjórn­ar­mynd­un­ar.

Sex dag­ar eru síðan Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra, greindi Alþingi frá því að upp úr sam­starfi við Sam­fylk­ingu hefði slitnað.

Allt síðan þá hafa full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar og VG unnið að rík­is­stjórn­ar­mynd­un. Á föstu­dag virt­ist sem snurða hefði hlaupið á þráðinn en að lok­inni  langri fund­ar­setu í gær með for­mönn­um VG og Sam­fylk­ing­ar og eig­in þing­flokki til­kynnti Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, að flokk­ur­inn hefði samþykkt að verja nýja minni­hluta­stjórn van­trausti fram að kosn­ing­um sem verða laug­ar­dag­inn 25. apríl.

Rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar og VG hef­ur sam­tals 34 þing­menn og að auki stuðning sjö þing­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina