Jóhönnustjórnin tekur við undir kvöld

Jóhanna Sigurðardóttir, verðandi forsætisráðherra. Ríkisstjórn undir hennar forsæti tekur við …
Jóhanna Sigurðardóttir, verðandi forsætisráðherra. Ríkisstjórn undir hennar forsæti tekur við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum undir kvöld. Ómar Óskarsson

Stefnt er að því að ný rík­is­stjórn Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur verði kynnt á fimmta tím­an­um í dag. Rík­is­ráðsfund­ir verða að lík­ind­um haldn­ir í fram­haldi af því.

Miðstjórn­ar­fund­ur Fram­sókn­ar­flokks hef­ur verið boðaður í dag klukk­an hálft­vö þar sem Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður flokks­ins, kynn­ir fram­gang og niður­stöður viðræðna um að flokk­ur­inn verji minni­hluta­stjórn Sam­fylk­ing­ar og VG  falli fram að kosn­ing­um.

Þing­flokk­ar VG og Sam­fylk­ing­ar hafa verið boðaðir til funda eft­ir há­degið. Þing­flokk­ur VG þing­ar klukk­an tvö en Sam­fylk­ing hálf­tíma síðar.

Að lokn­um þing­flokks­fundi halda þing­menn Sam­fylk­ing­ar til fund­ar við flokks­stjórn í Nasa en það er sú stofn­un flokks­ins sem end­an­lega bless­ar stjórn­ar­sam­starfið. Í flokks­stjórn eiga sæti, auk þing­manna, full­trú­ar fram­kvæmda­stjórn­ar, þrjá­tíu og einn full­trúi kjörn­ir af kjör­dæm­is­ráðum Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, þrjá­tíu full­trú­ar sem kjörn­ir eru á lands­fundi, sveit­ar­stjórn­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, for­menn kjör­dæm­is- og full­trúaráða, for­menn aðild­ar­fé­laga Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og stjórn verka­lýðsmá­laráðs. Í flokks­stjórn eiga sæti hátt á annað hundrað manns.

Ný rík­is­stjórn, verk­efna­skrá henn­ar og ráðherra­skip­an verður svo kynnt á fimmta tím­an­um í dag.

Frá­far­andi rík­is­stjórn Geirs H. Haar­de kem­ur til síns síðasta rík­is­ráðsfund­ar á Bessa­stöðum um eða upp úr klukk­an fimm. Að hon­um lokn­um verður hald­inn rík­is­ráðsfund­ur viðtak­andi rík­is­stjórn­ar Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur þar sem form­leg valda­skipti fara fram.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina