Lyklaskipti í kvöld

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir afhendir Jóhönnu Sigurðardóttur lyklavöld í forsætisráðuneytinu.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir afhendir Jóhönnu Sigurðardóttur lyklavöld í forsætisráðuneytinu. mbl.is/Árni Sæberg

Ráðherr­ar í frá­far­andi rík­is­stjórn Geirs H. Haar­de af­henda ráðherr­um í rík­is­stjórn Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur lykla­völd að ráðuneyt­um í kvöld. Jó­hanna tók við lykla­völd­um í for­sæt­is­ráðuneyt­inu nú fyr­ir stundu.

Jó­hanna tók við lykl­un­um úr hendi Þor­gerðar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur, í fjar­veru Geirs Haar­de, sem flaug til Hol­lands í dag vegna lækn­isaðgerðar.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son var vænt­an­leg­ur í fjár­málaráðuneytið til að taka þar við af Árna M. Mat­hiesen. Þá af­hend­ir Ein­ar K. Guðfinns­son Stein­grími lykla­völd að land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu í kjöl­farið.

Ragna Árna­dótt­ir, ráðuneyt­is­stjóri dóms- og kirkju­málaráðuneyt­is­ins tek­ur við öll­um völd­um þar þegar hún tek­ur við ráðherra­stöðunni af Birni Bjarna­syni.

Björg­vin G. Sig­urðsson af­hend­ir Gylfa Magnús­syni lykla­völd í viðskiptaráðuneyt­inu en Björg­vin sagði af sér ráðherra­dómi fyr­ir réttri viku.

Katrín Jak­obs­dótt­ir fer á fund Þor­gerðar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur sem eft­ir­læt­ur henni mennta­málaráðuneytið og Ögmund­ur Jónas­son, heil­brigðisráðherra tek­ur við lykla­völd­um af Guðlaugi Þór Þórðar­syni.

Þá fer Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir í um­hverf­is­ráðuneytið og tek­ur við völd­um af Þór­unni Svein­bjarn­ar­dótt­ur.

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra nýrr­ar rík­is­stjórn­ar og fyrr­ver­andi ráðherra fé­lags- og trygg­inga­mála, af­hend­ir flokks­syst­ur sinni, Ástu Ragn­heiði Jó­hann­es­dótt­ur sitt gamla ráðuneyti.

Össur Skarp­héðins­son sit­ur áfram í ráðuneyti, iðnaðar, orku- og byggðamála en í fyrra­málið tek­ur hann við lykla­völd­um í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu af Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dótt­ur.

Eng­in lykla­skipti verða í sam­gönguráðuneyt­inu, þar sit­ur sem fyrr, Kristján L. Möller.

Einar K. Guðfinnsson afhendir Steingrími J. Sigfússyni lyklavöld í landbúnaðar- …
Ein­ar K. Guðfinns­son af­hend­ir Stein­grími J. Sig­fús­syni lykla­völd í land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyti. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina