Álver í Helguvík en ekki á Bakka

Framkvæmdir í Helguvík.
Framkvæmdir í Helguvík. mbl.is/RAX

„Eng­in ný áform um ál­ver verða á dag­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar," seg­ir í verk­efna­skrá nýrr­ar rík­is­stjórn­ar Sam­fylk­ing­ar og Vinstri grænna. Því hef­ur verið velt upp hvernig rík­is­stjórn­in skil­greini ný áform og hvernig fyr­ir­huguð ál­ver í Helgu­vík og á Bakka falli inn í þessa full­yrðingu.

„Það er búið að gera samn­ing um Helgu­vík sem reynd­ar bíður staðfest­ing­ar í þing­inu. Að mati okk­ar til­heyr­ir hann verk­um fyrri rík­is­stjórn­ar og verður því að öll­um lík­ind­um ekki breytt," seg­ir Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir ný­skipaður um­hverf­is­ráðherra.

Hvað varðar ál­ver á Bakka seg­ir Kol­brún að þar liggi öll áform niðri. „Alcoa hef­ur sjálft sagt að þeir séu að draga úr fram­kvæmd­um hjá sér og þess vegna eru orku­fram­leiðend­urn­ir, sem þar hafa verið inn í mynd­inni, í raun laus­ir allra mála og geta þess vegna leitað annarra kaup­enda," seg­ir Kol­brún. „Vilja­yf­ir­lýs­ing­in sem fyrri rík­is­stjórn und­ir­ritaði við Alcoa kem­ur til með að renna út næsta haust og við ætl­um ekki að gera nýja samn­inga eða end­ur­nýja neitt í sam­bandi við Bakka."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina