Ákvörðun um hvalveiðar í endurskoðun

mbl.is/Ómar

Rík­is­stjórn­in samþykkti í morg­un til­lögu Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, um að mögu­leg­um hval­veiðirétt­ar­höf­um verði send form­leg viðvör­un um að ákvörðun fyrri rík­is­stjórn­ar um hval­veiðikvóta hafi verið tek­in til end­ur­skoðunar.

Stein­grím­ur sagði á blaðamanna­fundi í dag, að með þessu væri tryggt að ekki mynduðust vænt­ing­ar til hluta, sem kynnu að taka breyt­ing­um.

Sjáv­ar­út­vegs­ráðherra sagði, að hann hefði einnig lagt til, að ut­an­rík­is­ráðuneyti, ráðuneyti ferðamála og um­hverf­is­ráðuneyti myndu veita sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu aðstoð og upp­lýs­inga­gjöf við end­ur­skoðun á ákvörðun­inni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina