Flutningum þingmanna frestað

Áform­um um flutn­ing skrif­stofa nokk­urra alþing­is­manna verður vænt­an­lega frestað í ljósi ákvörðunar um alþing­is­kosn­ing­ar 25. apríl næst­kom­andi og mynd­un­ar nýrr­ar rík­is­stjórn­ar, að sögn Helga Bernód­us­son­ar, skrif­stofu­stjóra Alþing­is.

Ákveðið hef­ur verið að flytja húsið Von­ar­stræti 12 til á Alþing­is­reitn­um. Þar voru níu alþing­is­menn Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs með skrif­stof­ur. Á liðnu hausti var því ljóst að þeir alþing­is­menn sem þar voru færu annað og var ætl­un­in að rýma húsið nú í fe­brú­ar.

Alþingi hefur leigt efstu hæð Aðalstrætis 6, gömlu Morgunblaðshallarinnar, þar sem Tryggingamiðstöðin var til húsa. Til greina kom að þingmenn úr Vonarstræti 12 flyttu þangað.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: