Hvalveiðar til umræðu á Alþingi

Ráðherrarnir Steingrímur J. Sigfússon, Kristján L. Möller og Ögmundur Jónasson …
Ráðherrarnir Steingrímur J. Sigfússon, Kristján L. Möller og Ögmundur Jónasson á Alþingi í kvöld. mbl.is/Kristinn

Hval­veiðar bar tals­vert á góma í umræðum um skýrslu for­sæt­is­ráðherra um stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar á Alþingi í kvöld. Fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra sagðist m.a. ekki trúa því fyrr en hann tæki á, að rík­is­stjórn sem þingreynd­ustu þing­menn Alþing­is veita for­stöðu, fari með harka­leg­um hætti gegn vilja þings og þjóðar og aft­ur­kalli ákvörðun, sem hann tók um hval­veiðikvóta. 

Ein­ar K. Guðfinns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks og fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, sagði m.a. að hval­veiðar byggi á skyn­sam­legri og ábyrgri auðlinda­nýt­ingu og séu í sam­ræmi við alþjóðleg­ar regl­ur og samþykkt­ir og ís­lensk lög, skapi  verðmæt störf á tím­um at­vinnu­leys­is, búi til gjald­eyri sem mik­il þörf sé á og geti starfað á eig­in viðskipta­legu for­send­um með sölu afurða.

„Og því spyr ég: hvers vegna ætt­um við að banna slíka at­vinnu­starf­semi?" sagði Ein­ar og bætti við að það myndi skjóta skökku við ef ráðherra í minni­hluta­stjórn tæki ein­hliða ákvörðun  um að fara gjör­sam­lega á svig við vilja þjóðar­inn­ar og Alþing­is. Slíkt væri ekki ráðherr­aræði  held­ur hreint ráðherra­of­ríki, stjórntakt­ar sól­kon­unga en ekki ráðherra, sem sæki stöðu sína og vald til þings­ins.

Guðjón A. Kristjáns­son, formaður Frjáls­lynda flokks­ins, tók í sama streng. Þegar Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, flutti sína ræðu, var kallað úr sal hvort Íslend­ing­ar ættu ekki að fara að veiða hval.

„Hvert er svarið? Jú, það stend­ur ekki á mér ef það er hægt að nýta þá teg­und í líf­rík­inu í sam­ræmi við alþjóðalög og viður­kennd­ar regl­ur. En við skul­um líka virða þá staðreynd, að ís­lensk ferðaþjón­usta er mesta vaxta­grein ís­lensks at­vinnu­lífs um ára­tuga skeið... Við skul­um þá líka af yf­ir­veg­un meta okk­ar heild­ar­hags­muni og láta ekki til­finn­ing­ar bera okk­ur of­urliði. Tök­um kalda raun­sæja af­stöðu til þess í hverju eru okk­ar heild­ar­hags­mun­ir best fólgn­ir. Við skul­um ekki hrapa að ákvörðun. Við skul­um ekki taka stór­ar um­deild­ar póli­tísk­ar ákv­arðanir á meðan við erum hlaup­andi út úr dyr­un­um vegna þess að við höf­um misst völd­in í land­inu," sagði Stein­grím­ur.

Um þetta sagði Ein­ar, að glitt hefði í nýj­an tón hjá Stein­grími í fyrsta skipti í kvöld.

mbl.is