Björn Valur býður sig fram fyrir VG

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason

Björn Val­ur Gísla­son hef­ur ákveðið að taka þátt í for­vali Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs í Norðaust­ur­kjör­dæmi og stefn­ir á að skipa 2.-3. sæti lista flokks­ins fyr­ir Alþing­is­kosn­ing­arn­ar 25. apríl nk. Jafn­framt lýs­ir hann stuðningi við formann flokks­ins, Stein­grím J. Sig­fús­son, í fyrsta sæti fram­boðslist­ans.

Björn Val­ur Gísla­son er fædd­ur í Ólafs­firði 20. sept. 1959 og bjó þar lengst af.  Síðustu árin hef­ur hann haft bú­setu á Ak­ur­eyri.

Frá ár­inu 1975 hef­ur Björn Val­ur haft sjó­mennsku að aðal­starfi. Hann lauk prófi frá Stýri­manna­skól­an­um í Reykja­vík árið 1984 og hef­ur starfað sem stýri­maður og skip­stjóri á bát­um og tog­ur­um. Björn Val­ur er nú skip­stjóri á frysti­tog­ar­an­um Kleif­a­bergi, sem Brim hf. ger­ir út. Vorið 2006 lauk hann kennslu­rétt­inda­námi frá Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri sem fram­halds­skóla­kenn­ari, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Björn Val­ur er einn af stofn­end­um VG og hef­ur starfað í flokkn­um frá stofn­un hans. Á sín­um tíma sat hann á Alþingi fyr­ir Alþýðubanda­lagið sem varamaður Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar. Við síðustu Alþing­is­kosn­ing­ar skipaði Björn Val­ur þriðja sætið á fram­boðslista VG í Norðaust­ur­kjör­dæmi og hef­ur sem fyrsti varamaður tekið nokkr­um sinn­um sæti á Alþingi á yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili fyr­ir Stein­grím J. Sig­fús­son og Þuríði Bachm­an.

Björn Val­ur var bæj­ar­full­trúi Vinstrimanna og óháðra og nefnd­armaður í ýms­um nefnd­um fyr­ir Ólafs­fjarðarbæ á ár­un­um 1986-1998. Af öðrum trúnaðar­störf­um má nefna setu í stjórn Skip­stjóra- og stýri­manna­fé­lags Norðlend­inga.

„Björn Val­ur hef­ur lagt fram fjöl­mörg mál á Alþingi þegar hann hef­ur setið þar sem varamaður. Hann hef­ur verið virk­ur í starfi VG í Norðaust­ur­kjör­dæmi og á landsvísu og unnið m.a. að stefnu­mót­un flokks­ins í at­vinnu­mál­um," sam­kvæmt til­kynn­ingu.

Björn Val­ur er kvænt­ur Þuríði Lilju Ró­sen­bergs­dótt­ur og eiga þau sam­an þrjár dæt­ur; Sig­ur­veigu Petru 28 ára, Berg­lindi Hörpu 23 ára og Kötlu Hrund 18 ára. Fyr­ir átti Björn Val­ur einn son, sem nú er lát­inn.

mbl.is