Steingrímur J. mætir á fund um hvalveiðar

Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi í gærkvöldi
Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi í gærkvöldi Mbl.is/ Kristinn

Sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, hef­ur boðað komu sína á op­inn fund um hval­veiðar á Akra­nesi í kvöld ásamt fjöld­an­um öll­um af þing­mönn­um úr kjör­dæm­inu svo sem Ein­ari K. Guðfinns­syni, Guðbjarti Hann­es­syni, Magnúsi Stef­áns­syni, Her­dísi Þórðardótt­ur, Sturlu Böðvars­syni, Jóni Gunn­ars­syni, Guðjóni Arn­ari Kristjáns­syni.

Einnig hafa hags­munaaðilar til­kynnt komu sína svo sem Kristján Lofts­son frá Hval og Gunn­ar Berg­mann Jóns­son fram­kvæmda­stjóri Hrefnu­veiðimanna. Einnig mun full­trúi frá Haf­rann­sókn­ar­stofn­un sitja fund­inn og flytja er­indi, að því er seg­ir á vef Verka­lýðsfé­lags Akra­ness sem stend­ur að fund­in­um ásamt Akra­nes­kaupstað. Hefst fund­ur­inn kl. 20:00 en hann er hald­inn í Bíó­höll­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina